Erlent

Auga fyrir auga

Íranskur dómstóll hefur úrskurðað að maður á þrítugsaldri skuli blindaður. Þegar maðurinn var táningur lenti hann í átökum sem lyktaði með því að hann sletti sýru í andlit annars unglings og missti sá sjónina. Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lögmálið um "auga fyrir auga" ætti að gilda og því skyldi sýru hellt í augu mannsins. Áfrýjunardómstóll dæmdi hins vegar að hann skyldi blindaður með skurðaðgerð. Amnesty International hefur fordæmt dóminn. Breska blaðið Independent bendir hins vegar á að slíkum refsingum sé sárasjaldan fullnægt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×