Erlent

Ítölsk stjórnvöld vilja CIA burt

Ítalía undirbýr kröfu um að þrettán starfsmenn CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, verði dregnir úr landinu. Ástæða þessa er að mennirnir eru sakaðir um að hafa rænt meintum hryðjuverkamanni, Abu Omar, frá Ítalíu og flutt hann til Egyptalands þar sem hann var pyntaður. Saksækjendur hafa líka beðið Interpol um aðstoð við að hafa upp á mönnunum sem allir eru bandarískir ríkisborgar. Maðurinn var numin á brott í verkefni sem CIA stóð fyrir þar sem meintir hryðjuverkamenn voru fluttir til annarra landa án dómsúrskurðar, mögulega til að hægt væri að pynda þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×