Helmingur vill sjálfstæðismann 29. ágúst 2005 00:01 Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er sá sem flestir Reykvíkingar vilja sem borgarstjóra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 23,9 prósent vilja sjá Gísla Martein. Næstvinsælastur er Stefán Jón Hafstein Samfylkingu en 20,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu nafn hans. Í þriðja sæti er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna. Núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir er einungis nefnd af 10,9 prósentum þeirra sem tóku afstöðu og er því í fjórða sæti yfir þá sem Reykvíkingar vilja sá sem borgarstjóra eftir næstu kosningar, samkvæmt skoðanakönnuninni. Nokkur munur er á afstöðu kynjanna til þessarar spurningar, en Gísli Marteinn er vinsælastur hjá báðum kynjum. Stefán Jón Hafstein virðist höfða frekar til kvenna. Tæp 23 prósent kvenna nefndu nafn hans en nítján prósent karla. Þá virðast karlmenn vera hrifnari af Vilhjálmi Þ. en konur. 22 prósent karla nefndu Vilhjálm en einungis þrettán prósent kvenna. Ef litið er á alla þá sem nefndir voru í könnuninni voru sjálfstæðismenn oftast nefndir sem borgarstjóraefni, en 47 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu einhvern sjálfstæðismann. Auk Gísla Marteins og Vilhjálms voru Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson meðal þeirra tíu sem oftast voru nefndir. Rúm 39 prósent nefndu Samfylkingarfólk. Auk Stefáns Jóns og Steinunnar Valdísar voru Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir meðal þeirra tíu sem oftast voru nefndir. Aðrir tveir sem oftast voru nefndir eru Þórólfur Árnason og Dagur B. Eggertsson, báðir óflokksbundnir en hafa starfað fyrir Reykjavíkurlistann. 2,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu einhvern frá Vinstri grænum. Hlutfall þeirra sem nefndu framsóknarfólk eða frjálslynda er samanlagt undir einu prósenti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hver vilt þú að verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur?" og tóku 40,3 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Topp tíu Gísli Marteinn Baldursson 23,9% Stefán Jón Hafstein 20,8% Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson 18,0% Steinunn Valdís Óskarsdóttir 10,9% Þórólfur Árnason 5,0% Össur Skarphéðinsson 5,0% Dagur B. Eggertsson 4,3% Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 2,8% Júlíus Vífill Ingvarsson 2,2% Guðlaugur Þór Þórðarson 1,2% Aðrir nefndir Björk Vilhelmsdóttir Árni Sigfússon Árni Þór Sigurðsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Alfreð Þorsteinsson Bjarni Benediktsson Ólafur F. Magnússon Davíð Oddsson Björgólfur Thor Björgólfsson Pétur Blöndal Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er sá sem flestir Reykvíkingar vilja sem borgarstjóra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 23,9 prósent vilja sjá Gísla Martein. Næstvinsælastur er Stefán Jón Hafstein Samfylkingu en 20,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu nafn hans. Í þriðja sæti er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna. Núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir er einungis nefnd af 10,9 prósentum þeirra sem tóku afstöðu og er því í fjórða sæti yfir þá sem Reykvíkingar vilja sá sem borgarstjóra eftir næstu kosningar, samkvæmt skoðanakönnuninni. Nokkur munur er á afstöðu kynjanna til þessarar spurningar, en Gísli Marteinn er vinsælastur hjá báðum kynjum. Stefán Jón Hafstein virðist höfða frekar til kvenna. Tæp 23 prósent kvenna nefndu nafn hans en nítján prósent karla. Þá virðast karlmenn vera hrifnari af Vilhjálmi Þ. en konur. 22 prósent karla nefndu Vilhjálm en einungis þrettán prósent kvenna. Ef litið er á alla þá sem nefndir voru í könnuninni voru sjálfstæðismenn oftast nefndir sem borgarstjóraefni, en 47 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu einhvern sjálfstæðismann. Auk Gísla Marteins og Vilhjálms voru Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson meðal þeirra tíu sem oftast voru nefndir. Rúm 39 prósent nefndu Samfylkingarfólk. Auk Stefáns Jóns og Steinunnar Valdísar voru Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir meðal þeirra tíu sem oftast voru nefndir. Aðrir tveir sem oftast voru nefndir eru Þórólfur Árnason og Dagur B. Eggertsson, báðir óflokksbundnir en hafa starfað fyrir Reykjavíkurlistann. 2,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu einhvern frá Vinstri grænum. Hlutfall þeirra sem nefndu framsóknarfólk eða frjálslynda er samanlagt undir einu prósenti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hver vilt þú að verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur?" og tóku 40,3 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Topp tíu Gísli Marteinn Baldursson 23,9% Stefán Jón Hafstein 20,8% Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson 18,0% Steinunn Valdís Óskarsdóttir 10,9% Þórólfur Árnason 5,0% Össur Skarphéðinsson 5,0% Dagur B. Eggertsson 4,3% Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 2,8% Júlíus Vífill Ingvarsson 2,2% Guðlaugur Þór Þórðarson 1,2% Aðrir nefndir Björk Vilhelmsdóttir Árni Sigfússon Árni Þór Sigurðsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Alfreð Þorsteinsson Bjarni Benediktsson Ólafur F. Magnússon Davíð Oddsson Björgólfur Thor Björgólfsson Pétur Blöndal
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira