Dregur úr krafti Katrínar 29. ágúst 2005 00:01 Hlutar New Orleans eru á kafi í vatni eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir í dag. Hún brunar nú sem leið liggur í átt að Austurströndinni og er orðin fellibylur af stærðargráðu tvö. Í morgun þegar Katrín brunaði í átt að landi var hún af stærðargráðu fimm, svo stór og kröftug að aðeins fimm dæmi eru um fellibylji með sambærilegan kraft. Yfirvöld skipuðu síðustu íbúunum á hættusvæðunum að koma sér í burtu. Harry Lee, lögreglustjóri í Jefferson-sýslu í Louisiana, sagði að fólki bæri skylda gagnvart sjálfu sér og fjölskyldum þess að fara. Um klukkan ellefu náði Katrín landi en hafði þá misst nokkurn kraft, var af stærðargráðu fjögur en samt ógnarsterk. Vindhraðinn var um 67 metrar á sekúndu. Lengi vel stefndi hún á New Orleans og höfðu flestir borgarbúar yfirgefið heimili sín. Á síðustu stundu sveigði Katrín hins vegar til austurs og því fór vesturhluti hennar, kraftminnsti hlutinn, yfir New Orleans. Fenjabyggðir í grennd urði illa úti en borgin slapp þar til stormaldan sem fylgdi í kjölfarið kom. Hún varð ekki átta metrar eins og óttast varð heldur rúmir fjórir sem er þó töluvert. New Orleans er umlukt vatni og varnargarðarnir gáfu sig að því er virðist. Mikil hætta ógnar borginni: vatnsborðið hækkar, varnargarðar gefa sig og vatnið flæðir yfir borgina, sem er tveimur metrum undir sjávarmáli. Franska hverfið, næst ánni Missisippi, er því í hættu og við þetta bætist að yfirvöld óttast að eiturefni frá verksmiðjum og skólp blandist í flóðavatnið. Síðdegis sagði borgarstjóri New Orleans að tveggja metra hátt vatn væri víða í borginni og að vatnsdælur hefðu gefið sig á lykilstöðum. Sérfræðingar telja að milljónir manna gætu misst heimili sín vegna þessa. Þakið á íþróttaleikvangnum Superdome, þar sem nærri þrjátíu þúsund manns höfðu leitað skjóls, gaf sig og þurfti því að flytja fólk til. Síðdegis dró enn frekar úr mætti Katrínar og var hún þá orðinn fellibylur af stærðargráðu þrjú. Hún fer nú sem leið liggur yfir ríkin Alabama og Missisippi. Í Mobile í Alabama er rafmagnslaust og víða eru flóð og í Gulfport í Mississippi er sömu sögu að segja. Erlent Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Hlutar New Orleans eru á kafi í vatni eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir í dag. Hún brunar nú sem leið liggur í átt að Austurströndinni og er orðin fellibylur af stærðargráðu tvö. Í morgun þegar Katrín brunaði í átt að landi var hún af stærðargráðu fimm, svo stór og kröftug að aðeins fimm dæmi eru um fellibylji með sambærilegan kraft. Yfirvöld skipuðu síðustu íbúunum á hættusvæðunum að koma sér í burtu. Harry Lee, lögreglustjóri í Jefferson-sýslu í Louisiana, sagði að fólki bæri skylda gagnvart sjálfu sér og fjölskyldum þess að fara. Um klukkan ellefu náði Katrín landi en hafði þá misst nokkurn kraft, var af stærðargráðu fjögur en samt ógnarsterk. Vindhraðinn var um 67 metrar á sekúndu. Lengi vel stefndi hún á New Orleans og höfðu flestir borgarbúar yfirgefið heimili sín. Á síðustu stundu sveigði Katrín hins vegar til austurs og því fór vesturhluti hennar, kraftminnsti hlutinn, yfir New Orleans. Fenjabyggðir í grennd urði illa úti en borgin slapp þar til stormaldan sem fylgdi í kjölfarið kom. Hún varð ekki átta metrar eins og óttast varð heldur rúmir fjórir sem er þó töluvert. New Orleans er umlukt vatni og varnargarðarnir gáfu sig að því er virðist. Mikil hætta ógnar borginni: vatnsborðið hækkar, varnargarðar gefa sig og vatnið flæðir yfir borgina, sem er tveimur metrum undir sjávarmáli. Franska hverfið, næst ánni Missisippi, er því í hættu og við þetta bætist að yfirvöld óttast að eiturefni frá verksmiðjum og skólp blandist í flóðavatnið. Síðdegis sagði borgarstjóri New Orleans að tveggja metra hátt vatn væri víða í borginni og að vatnsdælur hefðu gefið sig á lykilstöðum. Sérfræðingar telja að milljónir manna gætu misst heimili sín vegna þessa. Þakið á íþróttaleikvangnum Superdome, þar sem nærri þrjátíu þúsund manns höfðu leitað skjóls, gaf sig og þurfti því að flytja fólk til. Síðdegis dró enn frekar úr mætti Katrínar og var hún þá orðinn fellibylur af stærðargráðu þrjú. Hún fer nú sem leið liggur yfir ríkin Alabama og Missisippi. Í Mobile í Alabama er rafmagnslaust og víða eru flóð og í Gulfport í Mississippi er sömu sögu að segja.
Erlent Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira