Dregur úr krafti Katrínar 29. ágúst 2005 00:01 Hlutar New Orleans eru á kafi í vatni eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir í dag. Hún brunar nú sem leið liggur í átt að Austurströndinni og er orðin fellibylur af stærðargráðu tvö. Í morgun þegar Katrín brunaði í átt að landi var hún af stærðargráðu fimm, svo stór og kröftug að aðeins fimm dæmi eru um fellibylji með sambærilegan kraft. Yfirvöld skipuðu síðustu íbúunum á hættusvæðunum að koma sér í burtu. Harry Lee, lögreglustjóri í Jefferson-sýslu í Louisiana, sagði að fólki bæri skylda gagnvart sjálfu sér og fjölskyldum þess að fara. Um klukkan ellefu náði Katrín landi en hafði þá misst nokkurn kraft, var af stærðargráðu fjögur en samt ógnarsterk. Vindhraðinn var um 67 metrar á sekúndu. Lengi vel stefndi hún á New Orleans og höfðu flestir borgarbúar yfirgefið heimili sín. Á síðustu stundu sveigði Katrín hins vegar til austurs og því fór vesturhluti hennar, kraftminnsti hlutinn, yfir New Orleans. Fenjabyggðir í grennd urði illa úti en borgin slapp þar til stormaldan sem fylgdi í kjölfarið kom. Hún varð ekki átta metrar eins og óttast varð heldur rúmir fjórir sem er þó töluvert. New Orleans er umlukt vatni og varnargarðarnir gáfu sig að því er virðist. Mikil hætta ógnar borginni: vatnsborðið hækkar, varnargarðar gefa sig og vatnið flæðir yfir borgina, sem er tveimur metrum undir sjávarmáli. Franska hverfið, næst ánni Missisippi, er því í hættu og við þetta bætist að yfirvöld óttast að eiturefni frá verksmiðjum og skólp blandist í flóðavatnið. Síðdegis sagði borgarstjóri New Orleans að tveggja metra hátt vatn væri víða í borginni og að vatnsdælur hefðu gefið sig á lykilstöðum. Sérfræðingar telja að milljónir manna gætu misst heimili sín vegna þessa. Þakið á íþróttaleikvangnum Superdome, þar sem nærri þrjátíu þúsund manns höfðu leitað skjóls, gaf sig og þurfti því að flytja fólk til. Síðdegis dró enn frekar úr mætti Katrínar og var hún þá orðinn fellibylur af stærðargráðu þrjú. Hún fer nú sem leið liggur yfir ríkin Alabama og Missisippi. Í Mobile í Alabama er rafmagnslaust og víða eru flóð og í Gulfport í Mississippi er sömu sögu að segja. Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Hlutar New Orleans eru á kafi í vatni eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir í dag. Hún brunar nú sem leið liggur í átt að Austurströndinni og er orðin fellibylur af stærðargráðu tvö. Í morgun þegar Katrín brunaði í átt að landi var hún af stærðargráðu fimm, svo stór og kröftug að aðeins fimm dæmi eru um fellibylji með sambærilegan kraft. Yfirvöld skipuðu síðustu íbúunum á hættusvæðunum að koma sér í burtu. Harry Lee, lögreglustjóri í Jefferson-sýslu í Louisiana, sagði að fólki bæri skylda gagnvart sjálfu sér og fjölskyldum þess að fara. Um klukkan ellefu náði Katrín landi en hafði þá misst nokkurn kraft, var af stærðargráðu fjögur en samt ógnarsterk. Vindhraðinn var um 67 metrar á sekúndu. Lengi vel stefndi hún á New Orleans og höfðu flestir borgarbúar yfirgefið heimili sín. Á síðustu stundu sveigði Katrín hins vegar til austurs og því fór vesturhluti hennar, kraftminnsti hlutinn, yfir New Orleans. Fenjabyggðir í grennd urði illa úti en borgin slapp þar til stormaldan sem fylgdi í kjölfarið kom. Hún varð ekki átta metrar eins og óttast varð heldur rúmir fjórir sem er þó töluvert. New Orleans er umlukt vatni og varnargarðarnir gáfu sig að því er virðist. Mikil hætta ógnar borginni: vatnsborðið hækkar, varnargarðar gefa sig og vatnið flæðir yfir borgina, sem er tveimur metrum undir sjávarmáli. Franska hverfið, næst ánni Missisippi, er því í hættu og við þetta bætist að yfirvöld óttast að eiturefni frá verksmiðjum og skólp blandist í flóðavatnið. Síðdegis sagði borgarstjóri New Orleans að tveggja metra hátt vatn væri víða í borginni og að vatnsdælur hefðu gefið sig á lykilstöðum. Sérfræðingar telja að milljónir manna gætu misst heimili sín vegna þessa. Þakið á íþróttaleikvangnum Superdome, þar sem nærri þrjátíu þúsund manns höfðu leitað skjóls, gaf sig og þurfti því að flytja fólk til. Síðdegis dró enn frekar úr mætti Katrínar og var hún þá orðinn fellibylur af stærðargráðu þrjú. Hún fer nú sem leið liggur yfir ríkin Alabama og Missisippi. Í Mobile í Alabama er rafmagnslaust og víða eru flóð og í Gulfport í Mississippi er sömu sögu að segja.
Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira