Dregur úr krafti Katrínar 29. ágúst 2005 00:01 Hlutar New Orleans eru á kafi í vatni eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir í dag. Hún brunar nú sem leið liggur í átt að Austurströndinni og er orðin fellibylur af stærðargráðu tvö. Í morgun þegar Katrín brunaði í átt að landi var hún af stærðargráðu fimm, svo stór og kröftug að aðeins fimm dæmi eru um fellibylji með sambærilegan kraft. Yfirvöld skipuðu síðustu íbúunum á hættusvæðunum að koma sér í burtu. Harry Lee, lögreglustjóri í Jefferson-sýslu í Louisiana, sagði að fólki bæri skylda gagnvart sjálfu sér og fjölskyldum þess að fara. Um klukkan ellefu náði Katrín landi en hafði þá misst nokkurn kraft, var af stærðargráðu fjögur en samt ógnarsterk. Vindhraðinn var um 67 metrar á sekúndu. Lengi vel stefndi hún á New Orleans og höfðu flestir borgarbúar yfirgefið heimili sín. Á síðustu stundu sveigði Katrín hins vegar til austurs og því fór vesturhluti hennar, kraftminnsti hlutinn, yfir New Orleans. Fenjabyggðir í grennd urði illa úti en borgin slapp þar til stormaldan sem fylgdi í kjölfarið kom. Hún varð ekki átta metrar eins og óttast varð heldur rúmir fjórir sem er þó töluvert. New Orleans er umlukt vatni og varnargarðarnir gáfu sig að því er virðist. Mikil hætta ógnar borginni: vatnsborðið hækkar, varnargarðar gefa sig og vatnið flæðir yfir borgina, sem er tveimur metrum undir sjávarmáli. Franska hverfið, næst ánni Missisippi, er því í hættu og við þetta bætist að yfirvöld óttast að eiturefni frá verksmiðjum og skólp blandist í flóðavatnið. Síðdegis sagði borgarstjóri New Orleans að tveggja metra hátt vatn væri víða í borginni og að vatnsdælur hefðu gefið sig á lykilstöðum. Sérfræðingar telja að milljónir manna gætu misst heimili sín vegna þessa. Þakið á íþróttaleikvangnum Superdome, þar sem nærri þrjátíu þúsund manns höfðu leitað skjóls, gaf sig og þurfti því að flytja fólk til. Síðdegis dró enn frekar úr mætti Katrínar og var hún þá orðinn fellibylur af stærðargráðu þrjú. Hún fer nú sem leið liggur yfir ríkin Alabama og Missisippi. Í Mobile í Alabama er rafmagnslaust og víða eru flóð og í Gulfport í Mississippi er sömu sögu að segja. Erlent Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Sjá meira
Hlutar New Orleans eru á kafi í vatni eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir í dag. Hún brunar nú sem leið liggur í átt að Austurströndinni og er orðin fellibylur af stærðargráðu tvö. Í morgun þegar Katrín brunaði í átt að landi var hún af stærðargráðu fimm, svo stór og kröftug að aðeins fimm dæmi eru um fellibylji með sambærilegan kraft. Yfirvöld skipuðu síðustu íbúunum á hættusvæðunum að koma sér í burtu. Harry Lee, lögreglustjóri í Jefferson-sýslu í Louisiana, sagði að fólki bæri skylda gagnvart sjálfu sér og fjölskyldum þess að fara. Um klukkan ellefu náði Katrín landi en hafði þá misst nokkurn kraft, var af stærðargráðu fjögur en samt ógnarsterk. Vindhraðinn var um 67 metrar á sekúndu. Lengi vel stefndi hún á New Orleans og höfðu flestir borgarbúar yfirgefið heimili sín. Á síðustu stundu sveigði Katrín hins vegar til austurs og því fór vesturhluti hennar, kraftminnsti hlutinn, yfir New Orleans. Fenjabyggðir í grennd urði illa úti en borgin slapp þar til stormaldan sem fylgdi í kjölfarið kom. Hún varð ekki átta metrar eins og óttast varð heldur rúmir fjórir sem er þó töluvert. New Orleans er umlukt vatni og varnargarðarnir gáfu sig að því er virðist. Mikil hætta ógnar borginni: vatnsborðið hækkar, varnargarðar gefa sig og vatnið flæðir yfir borgina, sem er tveimur metrum undir sjávarmáli. Franska hverfið, næst ánni Missisippi, er því í hættu og við þetta bætist að yfirvöld óttast að eiturefni frá verksmiðjum og skólp blandist í flóðavatnið. Síðdegis sagði borgarstjóri New Orleans að tveggja metra hátt vatn væri víða í borginni og að vatnsdælur hefðu gefið sig á lykilstöðum. Sérfræðingar telja að milljónir manna gætu misst heimili sín vegna þessa. Þakið á íþróttaleikvangnum Superdome, þar sem nærri þrjátíu þúsund manns höfðu leitað skjóls, gaf sig og þurfti því að flytja fólk til. Síðdegis dró enn frekar úr mætti Katrínar og var hún þá orðinn fellibylur af stærðargráðu þrjú. Hún fer nú sem leið liggur yfir ríkin Alabama og Missisippi. Í Mobile í Alabama er rafmagnslaust og víða eru flóð og í Gulfport í Mississippi er sömu sögu að segja.
Erlent Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Sjá meira