Innlent

Brot DV mjög alvarlegt

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur DV hafa brotið mjög alvarlega gegn 3. grein siðareglna blaðamannafélagsins með nafn- og myndbirtingu af manni sem lá þungt haldinn af hermannaveiki. "Mjög alvarlegt" er þyngsti mögulegi úrskurður nefndarinnar. Sonur mannsins kærði umfjöllun blaðsins á sínum tíma. DV var talið brotlegt við sömu grein í umfjöllun sinni um lögreglumann í Grundarfirði sem var sagður hafa reynt að kyrkja hjartveikt gamalmenni, og var það brot talið ámælisvert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×