Innlent

Stofnun fer að úthluta styrkjum

Stofnun Leifs Eiríkssonar, sem sett var á fót af Seðlabanka Íslands og Háskólanum í Virginíu, hefur nú safnað nægu fé til að get hafið úthlutun styrkja til íslenskra námsmanna sem hyggjast stunda nám í Bandaríkjunum og bandarískra námsmanna sem hyggjast nema við íslenska háskóla. Frá því stofnuninni var komið á fót árið 2001 hefur hún aflað ríflega 220 milljóna króna og segir í tilkynningu að sú upphæð dugi til að hefja styrkveitingar vegna náms sem hefst haustið 2006 í löndunum tveimur. Fimm sitja í stjórn stofnunarinnar og er formaður hennar Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×