Innlent

Þetta er sögulegur fundur

MYND/Gunnar V. Andrésson
"Ég er ekki viss um að þið gerið ykkur fulla grein fyrir hversu sögulegur hann er. Enn einu sinni berast heiminum skilaboð frá Íslandi sem geta hugsanlega styrkt konur og dregið úr fordómum sem konur verða fyrir víðs vegar í heiminum," sagði Vigdís. Hún sagði að tvisvar áður hefði heiminum borist skilaboð frá Íslandi í þágu jafnréttisbaráttunnar. Í fyrsta lagi á kvennafrídeginum 1975, þegar konur yfirgáfu störf sín, innan heimilisins sem utan, og söfnuðust saman í miðbæ Reykjavíkur. "Það var upphafið af áratugi kvenna," sagði Vigdís. Hún sagði að hitt skiptið hafi verið þegar Íslendingar kusu hana forseta Íslands árið 1980 en þá var hún fyrsti kvenkyns forseti í heiminum sem kjörin hefur verið til embættisins í almennum kosningum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×