Innlent

Nakapunda teflir fjöltefli í Bónus

Namibíski skákmeistarinn Otto Nakapunda teflir fjöltefli við Bónus í Kringlunni í dag milli klukkan fjögur og sex. Nakapunda hefur verið hér á landi síðustu vikurnar í skákþjálfun á vegum Hróksins auk þess sem hann skrapp til Grænlands á skákmót. Ferðina hingað vann hann á skákmóti í Namibíu fyrr á árinu, en Hrókurinn og Þróunarsamvinnustofnun Íslands stóðu að skákverkefni þar í samvinnu við heimamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×