Nær ógerlegt að fá vegabréfsáritun 10. ágúst 2005 00:01 Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. "Fyrst þegar ég kom gekk þetta vel, þá afgreiddi íslenska sendiráðið mig, en síðan danska sendiráðið tók við þessu er varla nokkur leið að fá vegabréfsáritun til Íslands," segir Konstantín. Ísland gerði samning við dönsku utanríkisþjónustuna um að annast vegabréfsáritanir til Íslands og tók sá samningur gildi um leið og Schengen-samningurinn. Því er ekki lengur hægt að fá áritanir í íslenska sendiráðinu. Frændi Konstantíns hugðist koma frá Moskvu hingað til lands í sumar og lagði hann inn umsókn 10. júní. "Hann hefur ekki enn fengið svar en nóg af misvísandi upplýsingum frá danska sendiráðinu og umsóknin hefur ekki einu sinni borist Útlendingastofnun á Íslandi. Þetta er alveg ótrúlegt í ljósi þess að þessi maður hefur farið til Austurríkis eins og ekkert sé," segir Konstantín. Hann segir að fleiri ættingjar hans hafi fengið svipaða meðferð. Þau svör fengust hjá danska sendiráðineytinu í Moskvu að umsókn mannsins hefði verið send útlendingaeftirlitinu í Danmörku og þaðan send útlendingaeftirlitinu á Íslandi fjórum sinnum. Ekki fengust svör við af hverju hún hefði verið send svo oft. Sendiráð gefa yfirleitt vegabréfsáritun án frekara samráðs en ef grunsemd vaknar um trúverðugleika umsækjanda eða um tilgang ferðarinnar ber þeim að senda umsóknina til útlendingastofnunar í tilteknu landi. Þau svör fengust frá danska sendiráðinu að ástæðan fyrir því að Útlendingastofnun fékk umsóknina í þessu tilfellli væri að umsækjandi hefði ekki áður komið til Íslands. Einnig bárust þau svör að mun lengri tíma tæki að fá áritun fyrir þá sem ætla að fara til Reykjavíkur en þá sem fara vilja til Kaupmannahafnar. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki orðið vart við að Íslandsfarar njóti almennt verri þjónustu en aðrir hjá danska sendiráðinu. Fréttir Innlent Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. "Fyrst þegar ég kom gekk þetta vel, þá afgreiddi íslenska sendiráðið mig, en síðan danska sendiráðið tók við þessu er varla nokkur leið að fá vegabréfsáritun til Íslands," segir Konstantín. Ísland gerði samning við dönsku utanríkisþjónustuna um að annast vegabréfsáritanir til Íslands og tók sá samningur gildi um leið og Schengen-samningurinn. Því er ekki lengur hægt að fá áritanir í íslenska sendiráðinu. Frændi Konstantíns hugðist koma frá Moskvu hingað til lands í sumar og lagði hann inn umsókn 10. júní. "Hann hefur ekki enn fengið svar en nóg af misvísandi upplýsingum frá danska sendiráðinu og umsóknin hefur ekki einu sinni borist Útlendingastofnun á Íslandi. Þetta er alveg ótrúlegt í ljósi þess að þessi maður hefur farið til Austurríkis eins og ekkert sé," segir Konstantín. Hann segir að fleiri ættingjar hans hafi fengið svipaða meðferð. Þau svör fengust hjá danska sendiráðineytinu í Moskvu að umsókn mannsins hefði verið send útlendingaeftirlitinu í Danmörku og þaðan send útlendingaeftirlitinu á Íslandi fjórum sinnum. Ekki fengust svör við af hverju hún hefði verið send svo oft. Sendiráð gefa yfirleitt vegabréfsáritun án frekara samráðs en ef grunsemd vaknar um trúverðugleika umsækjanda eða um tilgang ferðarinnar ber þeim að senda umsóknina til útlendingastofnunar í tilteknu landi. Þau svör fengust frá danska sendiráðinu að ástæðan fyrir því að Útlendingastofnun fékk umsóknina í þessu tilfellli væri að umsækjandi hefði ekki áður komið til Íslands. Einnig bárust þau svör að mun lengri tíma tæki að fá áritun fyrir þá sem ætla að fara til Reykjavíkur en þá sem fara vilja til Kaupmannahafnar. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki orðið vart við að Íslandsfarar njóti almennt verri þjónustu en aðrir hjá danska sendiráðinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira