Nær ógerlegt að fá vegabréfsáritun 10. ágúst 2005 00:01 Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. "Fyrst þegar ég kom gekk þetta vel, þá afgreiddi íslenska sendiráðið mig, en síðan danska sendiráðið tók við þessu er varla nokkur leið að fá vegabréfsáritun til Íslands," segir Konstantín. Ísland gerði samning við dönsku utanríkisþjónustuna um að annast vegabréfsáritanir til Íslands og tók sá samningur gildi um leið og Schengen-samningurinn. Því er ekki lengur hægt að fá áritanir í íslenska sendiráðinu. Frændi Konstantíns hugðist koma frá Moskvu hingað til lands í sumar og lagði hann inn umsókn 10. júní. "Hann hefur ekki enn fengið svar en nóg af misvísandi upplýsingum frá danska sendiráðinu og umsóknin hefur ekki einu sinni borist Útlendingastofnun á Íslandi. Þetta er alveg ótrúlegt í ljósi þess að þessi maður hefur farið til Austurríkis eins og ekkert sé," segir Konstantín. Hann segir að fleiri ættingjar hans hafi fengið svipaða meðferð. Þau svör fengust hjá danska sendiráðineytinu í Moskvu að umsókn mannsins hefði verið send útlendingaeftirlitinu í Danmörku og þaðan send útlendingaeftirlitinu á Íslandi fjórum sinnum. Ekki fengust svör við af hverju hún hefði verið send svo oft. Sendiráð gefa yfirleitt vegabréfsáritun án frekara samráðs en ef grunsemd vaknar um trúverðugleika umsækjanda eða um tilgang ferðarinnar ber þeim að senda umsóknina til útlendingastofnunar í tilteknu landi. Þau svör fengust frá danska sendiráðinu að ástæðan fyrir því að Útlendingastofnun fékk umsóknina í þessu tilfellli væri að umsækjandi hefði ekki áður komið til Íslands. Einnig bárust þau svör að mun lengri tíma tæki að fá áritun fyrir þá sem ætla að fara til Reykjavíkur en þá sem fara vilja til Kaupmannahafnar. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki orðið vart við að Íslandsfarar njóti almennt verri þjónustu en aðrir hjá danska sendiráðinu. Fréttir Innlent Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. "Fyrst þegar ég kom gekk þetta vel, þá afgreiddi íslenska sendiráðið mig, en síðan danska sendiráðið tók við þessu er varla nokkur leið að fá vegabréfsáritun til Íslands," segir Konstantín. Ísland gerði samning við dönsku utanríkisþjónustuna um að annast vegabréfsáritanir til Íslands og tók sá samningur gildi um leið og Schengen-samningurinn. Því er ekki lengur hægt að fá áritanir í íslenska sendiráðinu. Frændi Konstantíns hugðist koma frá Moskvu hingað til lands í sumar og lagði hann inn umsókn 10. júní. "Hann hefur ekki enn fengið svar en nóg af misvísandi upplýsingum frá danska sendiráðinu og umsóknin hefur ekki einu sinni borist Útlendingastofnun á Íslandi. Þetta er alveg ótrúlegt í ljósi þess að þessi maður hefur farið til Austurríkis eins og ekkert sé," segir Konstantín. Hann segir að fleiri ættingjar hans hafi fengið svipaða meðferð. Þau svör fengust hjá danska sendiráðineytinu í Moskvu að umsókn mannsins hefði verið send útlendingaeftirlitinu í Danmörku og þaðan send útlendingaeftirlitinu á Íslandi fjórum sinnum. Ekki fengust svör við af hverju hún hefði verið send svo oft. Sendiráð gefa yfirleitt vegabréfsáritun án frekara samráðs en ef grunsemd vaknar um trúverðugleika umsækjanda eða um tilgang ferðarinnar ber þeim að senda umsóknina til útlendingastofnunar í tilteknu landi. Þau svör fengust frá danska sendiráðinu að ástæðan fyrir því að Útlendingastofnun fékk umsóknina í þessu tilfellli væri að umsækjandi hefði ekki áður komið til Íslands. Einnig bárust þau svör að mun lengri tíma tæki að fá áritun fyrir þá sem ætla að fara til Reykjavíkur en þá sem fara vilja til Kaupmannahafnar. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki orðið vart við að Íslandsfarar njóti almennt verri þjónustu en aðrir hjá danska sendiráðinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira