Nær ógerlegt að fá vegabréfsáritun 10. ágúst 2005 00:01 Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. "Fyrst þegar ég kom gekk þetta vel, þá afgreiddi íslenska sendiráðið mig, en síðan danska sendiráðið tók við þessu er varla nokkur leið að fá vegabréfsáritun til Íslands," segir Konstantín. Ísland gerði samning við dönsku utanríkisþjónustuna um að annast vegabréfsáritanir til Íslands og tók sá samningur gildi um leið og Schengen-samningurinn. Því er ekki lengur hægt að fá áritanir í íslenska sendiráðinu. Frændi Konstantíns hugðist koma frá Moskvu hingað til lands í sumar og lagði hann inn umsókn 10. júní. "Hann hefur ekki enn fengið svar en nóg af misvísandi upplýsingum frá danska sendiráðinu og umsóknin hefur ekki einu sinni borist Útlendingastofnun á Íslandi. Þetta er alveg ótrúlegt í ljósi þess að þessi maður hefur farið til Austurríkis eins og ekkert sé," segir Konstantín. Hann segir að fleiri ættingjar hans hafi fengið svipaða meðferð. Þau svör fengust hjá danska sendiráðineytinu í Moskvu að umsókn mannsins hefði verið send útlendingaeftirlitinu í Danmörku og þaðan send útlendingaeftirlitinu á Íslandi fjórum sinnum. Ekki fengust svör við af hverju hún hefði verið send svo oft. Sendiráð gefa yfirleitt vegabréfsáritun án frekara samráðs en ef grunsemd vaknar um trúverðugleika umsækjanda eða um tilgang ferðarinnar ber þeim að senda umsóknina til útlendingastofnunar í tilteknu landi. Þau svör fengust frá danska sendiráðinu að ástæðan fyrir því að Útlendingastofnun fékk umsóknina í þessu tilfellli væri að umsækjandi hefði ekki áður komið til Íslands. Einnig bárust þau svör að mun lengri tíma tæki að fá áritun fyrir þá sem ætla að fara til Reykjavíkur en þá sem fara vilja til Kaupmannahafnar. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki orðið vart við að Íslandsfarar njóti almennt verri þjónustu en aðrir hjá danska sendiráðinu. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. "Fyrst þegar ég kom gekk þetta vel, þá afgreiddi íslenska sendiráðið mig, en síðan danska sendiráðið tók við þessu er varla nokkur leið að fá vegabréfsáritun til Íslands," segir Konstantín. Ísland gerði samning við dönsku utanríkisþjónustuna um að annast vegabréfsáritanir til Íslands og tók sá samningur gildi um leið og Schengen-samningurinn. Því er ekki lengur hægt að fá áritanir í íslenska sendiráðinu. Frændi Konstantíns hugðist koma frá Moskvu hingað til lands í sumar og lagði hann inn umsókn 10. júní. "Hann hefur ekki enn fengið svar en nóg af misvísandi upplýsingum frá danska sendiráðinu og umsóknin hefur ekki einu sinni borist Útlendingastofnun á Íslandi. Þetta er alveg ótrúlegt í ljósi þess að þessi maður hefur farið til Austurríkis eins og ekkert sé," segir Konstantín. Hann segir að fleiri ættingjar hans hafi fengið svipaða meðferð. Þau svör fengust hjá danska sendiráðineytinu í Moskvu að umsókn mannsins hefði verið send útlendingaeftirlitinu í Danmörku og þaðan send útlendingaeftirlitinu á Íslandi fjórum sinnum. Ekki fengust svör við af hverju hún hefði verið send svo oft. Sendiráð gefa yfirleitt vegabréfsáritun án frekara samráðs en ef grunsemd vaknar um trúverðugleika umsækjanda eða um tilgang ferðarinnar ber þeim að senda umsóknina til útlendingastofnunar í tilteknu landi. Þau svör fengust frá danska sendiráðinu að ástæðan fyrir því að Útlendingastofnun fékk umsóknina í þessu tilfellli væri að umsækjandi hefði ekki áður komið til Íslands. Einnig bárust þau svör að mun lengri tíma tæki að fá áritun fyrir þá sem ætla að fara til Reykjavíkur en þá sem fara vilja til Kaupmannahafnar. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki orðið vart við að Íslandsfarar njóti almennt verri þjónustu en aðrir hjá danska sendiráðinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira