Erlent

Sakfelldur fyrir ljóta tæklingu

Knattspyrnumaður í Hollandi hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára fyrir að hafa fótbrotið andstæðing sinn í leik í desember síðastliðnum. Það var Rachid Bouaouzan, framherji Sparta Rotterdam, sem var sakfelldur fyrir að tvífótbrjóta Niels Kokmeijer, leikmann Go Ahead Eagles, en Kokmeijer hefur þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir vegna tæklingarinar og samkvæmt lögfræðingum hans er óljóst hvort hann geti spilað knattspyrnu aftur. Það er harla óvenjulegt að menn séu sóttir til saka fyrir tæklingar eða brot inni á knattspyrnuvellinum en í þessu tilviki þótti hollenskum saksóknurum brotið svo alvarlegt að farið var með það fyrir dóm. Bouaouzan hefur þegar tekið út 12 leikja keppnisbann vegna árásarinnar en það þarf varla að taka það fram að hann var rekinn af velli fyrir brotið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×