Eldra fólk sækir um í hrönnum 15. ágúst 2005 00:01 Síminn stoppaði ekki hjá Húsasmiðjunni í gær og atvinnuumsóknirnar streymdu inn. Ástæðan var auglýsing fyrirtækisins sem birtist um helgina. Þar var auglýst eftir starfsfólki sem dregið hefur sig í hlé af almennum vinnumarkaði eða vill minnka við sig vinnu, en er tilbúið til að miðla af áralangri reynslu sinni. Starfið felst í því að taka á móti viðskiptavinum, hlusta á óskir þeirra og leiðbeina þeim. "Auk umsóknanna hefur fólk líka verið að þakka okkur fyrir að gefa sér tækifæri" segir Guðrún Kristinsdóttir starfsmannastjóri Húsasmiðjunnar. "Þetta getur jafnvel verið fólk sem komið er á ellilífeyrisaldur en vill gjarnan komast út í vinnu nokkra tíma á dag, kannski annan hvern laugardag eða sunnudag," segir Guðrún og bætir við að þessi hugmynd hafi oft komið upp í Húsasmiðjunni en ekki orðið að raunveruleika fyrr en nú. Jafnbesta starfsfólkið "Okkar reynsla er sú að jafnbesta fólkið okkar er þetta fólk," segir Guðrún. "Það er tryggasta fólkið okkar og mjög áreiðanlegt. Okkur sem störfum í þessum geira finnst líka að það þurfi að hafa starfsfólk sem viðskiptavinurinn ber ákveðið traust til þegar þarf að leita ráðlegginga. Það hefur ekki verið auðvelt að finna þetta fólk. En nú flykkist það inn. Ég ræddi einmitt við tvo fyrrverandi ríkisstarfsmenn í morgun, sem komnir eru á ellilaun en langar að komast út og vinna lengur. Þetta er ekki bara vinnan sem togar í fólkið heldur er líka félagsskapur fólginn í því að komast út og hitta aðra." Guðrún segir, að fyrirtækið greiði fólkinu yfir kjarasamningum. "Við erum ekki að borga svona fullorðnu fólki einhver byrjendalaun. Við unnum þetta í samvinnu við samtök eldri borgara." Ögmundur Jónasson formaður Bandalags ríkis og bæja segir þetta framtak "geysilega jákvætt sjónarmið og afstöðu" sem fólk hljóti að fagna. Fórnarlömb æskudýrkunar mörg "Menn hafa verið að höfða til fyrirtækja og stofnana um að líta eftir reynslu. Það er staðreynd að fjöldinn allur af fólki hefur hrökklast út af vinnumarkaði, í sumum tilvikum til að rýma fyrir yngra fólki," segir Ögmundur, "því það var nánast sjúkdómur hjá sumum fyrirtækjum, ekki síst í fjármálageiranum að horfa til æskudýrkunar. Fórnarlömb slíkra hugmynda eru mörg." Ögmundur segir að sé þetta andsvar við þeirri þróun, þá beri að fagna því. Óskandi sé að þetta viðhorf verði ríkjandi í fyrirtækjum almennt. "Í athugun sem við gerðum hjá BSRB á sínum tíma, um viðhorf fólks til starfsloka, kom fram að yngra fólkið lagði mikið upp úr því að flýta starfslokum,en eldra fólkið vildi hafa möguleika til að vinna lengur. Skýringin er líklega sú að fólk í fullu fjöri er ekki tilbúið til að hætta að vinna um sjötugt. Svo er hitt að í tilteknum störfum er fólki gert að vinna mjög erfiðar vaktir. Þar hefur tilhneigingin því miður verið sú að draga heldur úr ívilnunum viðkomandi. Margir myndu vilja vinna "Þetta er mjög gott mál og það eru sjálfsagt margir sem myndu gjarnan vilja vinna eitthvað," segir Margrét Margeirsdóttir formaður Félags eldri borgara. Hún segir vandann hins vegar vera þann, að um leið og lífeyrisþegar fari að afla aukatekna, þótt í litlum mæli sé, þá skerðist greiðslurnar frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum. "Ég veit um fólk sem hefur ætlað að vinna eftir að það var komið á lífeyri, en sá sér ekki fjárhagslegan hag í því vegna þess að skerðingarnar koma svo fljótt inn," segir Margrét. "Þetta finnst mér vera vond pólitík, að leyfa ekki eldra fólki að vera til gagns, hafa hlutverk, og lifa jafnframt við heldur betri efni. Ekki veitir nú af." Margrét segir að stjórnvöldum hafi margsinnis verið bent á þetta af samtökum eldri borgara en það hafi engan árangur borið. Lagabreyting þurfi að koma til. Það felist forvarnarstarf í að því að eldra fólk fari út á vinnumarkaðinn, þannig að nauðsynlegt sé að breyta tekjumarkinu. Fréttir Innlent Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Síminn stoppaði ekki hjá Húsasmiðjunni í gær og atvinnuumsóknirnar streymdu inn. Ástæðan var auglýsing fyrirtækisins sem birtist um helgina. Þar var auglýst eftir starfsfólki sem dregið hefur sig í hlé af almennum vinnumarkaði eða vill minnka við sig vinnu, en er tilbúið til að miðla af áralangri reynslu sinni. Starfið felst í því að taka á móti viðskiptavinum, hlusta á óskir þeirra og leiðbeina þeim. "Auk umsóknanna hefur fólk líka verið að þakka okkur fyrir að gefa sér tækifæri" segir Guðrún Kristinsdóttir starfsmannastjóri Húsasmiðjunnar. "Þetta getur jafnvel verið fólk sem komið er á ellilífeyrisaldur en vill gjarnan komast út í vinnu nokkra tíma á dag, kannski annan hvern laugardag eða sunnudag," segir Guðrún og bætir við að þessi hugmynd hafi oft komið upp í Húsasmiðjunni en ekki orðið að raunveruleika fyrr en nú. Jafnbesta starfsfólkið "Okkar reynsla er sú að jafnbesta fólkið okkar er þetta fólk," segir Guðrún. "Það er tryggasta fólkið okkar og mjög áreiðanlegt. Okkur sem störfum í þessum geira finnst líka að það þurfi að hafa starfsfólk sem viðskiptavinurinn ber ákveðið traust til þegar þarf að leita ráðlegginga. Það hefur ekki verið auðvelt að finna þetta fólk. En nú flykkist það inn. Ég ræddi einmitt við tvo fyrrverandi ríkisstarfsmenn í morgun, sem komnir eru á ellilaun en langar að komast út og vinna lengur. Þetta er ekki bara vinnan sem togar í fólkið heldur er líka félagsskapur fólginn í því að komast út og hitta aðra." Guðrún segir, að fyrirtækið greiði fólkinu yfir kjarasamningum. "Við erum ekki að borga svona fullorðnu fólki einhver byrjendalaun. Við unnum þetta í samvinnu við samtök eldri borgara." Ögmundur Jónasson formaður Bandalags ríkis og bæja segir þetta framtak "geysilega jákvætt sjónarmið og afstöðu" sem fólk hljóti að fagna. Fórnarlömb æskudýrkunar mörg "Menn hafa verið að höfða til fyrirtækja og stofnana um að líta eftir reynslu. Það er staðreynd að fjöldinn allur af fólki hefur hrökklast út af vinnumarkaði, í sumum tilvikum til að rýma fyrir yngra fólki," segir Ögmundur, "því það var nánast sjúkdómur hjá sumum fyrirtækjum, ekki síst í fjármálageiranum að horfa til æskudýrkunar. Fórnarlömb slíkra hugmynda eru mörg." Ögmundur segir að sé þetta andsvar við þeirri þróun, þá beri að fagna því. Óskandi sé að þetta viðhorf verði ríkjandi í fyrirtækjum almennt. "Í athugun sem við gerðum hjá BSRB á sínum tíma, um viðhorf fólks til starfsloka, kom fram að yngra fólkið lagði mikið upp úr því að flýta starfslokum,en eldra fólkið vildi hafa möguleika til að vinna lengur. Skýringin er líklega sú að fólk í fullu fjöri er ekki tilbúið til að hætta að vinna um sjötugt. Svo er hitt að í tilteknum störfum er fólki gert að vinna mjög erfiðar vaktir. Þar hefur tilhneigingin því miður verið sú að draga heldur úr ívilnunum viðkomandi. Margir myndu vilja vinna "Þetta er mjög gott mál og það eru sjálfsagt margir sem myndu gjarnan vilja vinna eitthvað," segir Margrét Margeirsdóttir formaður Félags eldri borgara. Hún segir vandann hins vegar vera þann, að um leið og lífeyrisþegar fari að afla aukatekna, þótt í litlum mæli sé, þá skerðist greiðslurnar frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum. "Ég veit um fólk sem hefur ætlað að vinna eftir að það var komið á lífeyri, en sá sér ekki fjárhagslegan hag í því vegna þess að skerðingarnar koma svo fljótt inn," segir Margrét. "Þetta finnst mér vera vond pólitík, að leyfa ekki eldra fólki að vera til gagns, hafa hlutverk, og lifa jafnframt við heldur betri efni. Ekki veitir nú af." Margrét segir að stjórnvöldum hafi margsinnis verið bent á þetta af samtökum eldri borgara en það hafi engan árangur borið. Lagabreyting þurfi að koma til. Það felist forvarnarstarf í að því að eldra fólk fari út á vinnumarkaðinn, þannig að nauðsynlegt sé að breyta tekjumarkinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira