Innlent

Virði útivistarreglur á pysjutíma

Lundapysjutíminn stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september. Þessi tími vekur oft mikla lukku yngri kynslóðarinnar og vaka litlir peyjar og pæjur oft fram eftir til að sjá hvort einhver pysjan villist inn í bæ. Lögreglan í Vestmannaeyjum vill benda fólki á að fara varlega þegar rökkva tekur og beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að útivistareglur barna gilda jafnt yfir þennan tíma sem annan. Lögreglan hefur orðið vör við börn niður í 10 ára aldur til klukkan 2 að næturlagi við pysjuleit án fylgdar fullorðinna. Lögreglan vill því hvetja fullorðna til að fara með börnunum á stúfana, enda er þetta skemmtilegt fjölskylduáhugamál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×