Innlent

80% sátt við næsta yfirmann sinn

Tæplega áttatíu prósent félagsmanna í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur eru sátt við næsta yfirmann sinn og finnst hann vera sanngjarn við starfsfólk. Kannanir VR á vinnumarkaði leiða þetta í ljóst. Í frétt á heimasíðu VR segir að þessar niðurstöður séu í samræmi við þá þróun sem verið hafi á vinnumarkaði á síðustu árum. Hinn mjúki og mannlegi stjórnandi hafi nú í auknum mæli tekið við stjórnartaumunum af hinum harða og fjarlæga yfirmanni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×