Verðbólgan rýkur upp 12. september 2005 00:01 Verðbólga mælist nú langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans, eða 4,8 prósent. Samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum frá því í fyrra má því endurskoða samninga í nóvember. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, segir að kaupmáttur launa hafi verið að rýrna. "Á liðnum tólf mánuðum hefur þorri launþega á almennum vinnumarkaði verið að fá þriggja prósenta launhækkun en á sama tíma hefur verðbólgan verið 4,8 prósent," segir Ólafur Darri. Aðspurður hvort hann óttist það að verðbólga muni hækka, verði laun hækkuð við endurskoðun kjarasamninga, telur hann að svo þurfi ekki að vera. "Það sem skiptir máli er að við erum að reyna að tryggja að kaupmáttur launa aukist með því að semja um kaupmáttaraukningu. Við erum ekki endilega að tala um krónutölu eða prósentutölu heldur skiptir það sköpum hvernig hagstjórn verði háttað," segir hann. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að nefnd skipuð tveimur fulltrúum fá SA og tveimur frá Alþýðusambandi Íslands muni reyna að komast að samkomulagi um breytingar á kjarasamningum í ljósi verðbólguákvæðisins. Ef samkomulag næst ekki má segja samningum upp. Ákvæðið tekur gildi í nóvember. "Það er í raun og veru mjög mikilvægt verkefni að reyna að halda sem mestum stöðugleika og valda sem minnstri óvissu og titringi í kringum þessi mál. Kaupmáttur í landinu er í raun og veru of hár, sem kemur fram í þessum mikla viðskiptahalla og miklum innflutningi alls kyns neysluvarnings. Það getur ekki verið þjóðhagslega mikilvægt verkefni að auka kaupmátt. Það er ef til vill verkefni að varðveita hann eins mikið og kostur er," segir Hannes. Fréttir Innlent Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Verðbólga mælist nú langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans, eða 4,8 prósent. Samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum frá því í fyrra má því endurskoða samninga í nóvember. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, segir að kaupmáttur launa hafi verið að rýrna. "Á liðnum tólf mánuðum hefur þorri launþega á almennum vinnumarkaði verið að fá þriggja prósenta launhækkun en á sama tíma hefur verðbólgan verið 4,8 prósent," segir Ólafur Darri. Aðspurður hvort hann óttist það að verðbólga muni hækka, verði laun hækkuð við endurskoðun kjarasamninga, telur hann að svo þurfi ekki að vera. "Það sem skiptir máli er að við erum að reyna að tryggja að kaupmáttur launa aukist með því að semja um kaupmáttaraukningu. Við erum ekki endilega að tala um krónutölu eða prósentutölu heldur skiptir það sköpum hvernig hagstjórn verði háttað," segir hann. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að nefnd skipuð tveimur fulltrúum fá SA og tveimur frá Alþýðusambandi Íslands muni reyna að komast að samkomulagi um breytingar á kjarasamningum í ljósi verðbólguákvæðisins. Ef samkomulag næst ekki má segja samningum upp. Ákvæðið tekur gildi í nóvember. "Það er í raun og veru mjög mikilvægt verkefni að reyna að halda sem mestum stöðugleika og valda sem minnstri óvissu og titringi í kringum þessi mál. Kaupmáttur í landinu er í raun og veru of hár, sem kemur fram í þessum mikla viðskiptahalla og miklum innflutningi alls kyns neysluvarnings. Það getur ekki verið þjóðhagslega mikilvægt verkefni að auka kaupmátt. Það er ef til vill verkefni að varðveita hann eins mikið og kostur er," segir Hannes.
Fréttir Innlent Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira