Verðbólgan rýkur upp 12. september 2005 00:01 Verðbólga mælist nú langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans, eða 4,8 prósent. Samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum frá því í fyrra má því endurskoða samninga í nóvember. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, segir að kaupmáttur launa hafi verið að rýrna. "Á liðnum tólf mánuðum hefur þorri launþega á almennum vinnumarkaði verið að fá þriggja prósenta launhækkun en á sama tíma hefur verðbólgan verið 4,8 prósent," segir Ólafur Darri. Aðspurður hvort hann óttist það að verðbólga muni hækka, verði laun hækkuð við endurskoðun kjarasamninga, telur hann að svo þurfi ekki að vera. "Það sem skiptir máli er að við erum að reyna að tryggja að kaupmáttur launa aukist með því að semja um kaupmáttaraukningu. Við erum ekki endilega að tala um krónutölu eða prósentutölu heldur skiptir það sköpum hvernig hagstjórn verði háttað," segir hann. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að nefnd skipuð tveimur fulltrúum fá SA og tveimur frá Alþýðusambandi Íslands muni reyna að komast að samkomulagi um breytingar á kjarasamningum í ljósi verðbólguákvæðisins. Ef samkomulag næst ekki má segja samningum upp. Ákvæðið tekur gildi í nóvember. "Það er í raun og veru mjög mikilvægt verkefni að reyna að halda sem mestum stöðugleika og valda sem minnstri óvissu og titringi í kringum þessi mál. Kaupmáttur í landinu er í raun og veru of hár, sem kemur fram í þessum mikla viðskiptahalla og miklum innflutningi alls kyns neysluvarnings. Það getur ekki verið þjóðhagslega mikilvægt verkefni að auka kaupmátt. Það er ef til vill verkefni að varðveita hann eins mikið og kostur er," segir Hannes. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Verðbólga mælist nú langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans, eða 4,8 prósent. Samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum frá því í fyrra má því endurskoða samninga í nóvember. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, segir að kaupmáttur launa hafi verið að rýrna. "Á liðnum tólf mánuðum hefur þorri launþega á almennum vinnumarkaði verið að fá þriggja prósenta launhækkun en á sama tíma hefur verðbólgan verið 4,8 prósent," segir Ólafur Darri. Aðspurður hvort hann óttist það að verðbólga muni hækka, verði laun hækkuð við endurskoðun kjarasamninga, telur hann að svo þurfi ekki að vera. "Það sem skiptir máli er að við erum að reyna að tryggja að kaupmáttur launa aukist með því að semja um kaupmáttaraukningu. Við erum ekki endilega að tala um krónutölu eða prósentutölu heldur skiptir það sköpum hvernig hagstjórn verði háttað," segir hann. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að nefnd skipuð tveimur fulltrúum fá SA og tveimur frá Alþýðusambandi Íslands muni reyna að komast að samkomulagi um breytingar á kjarasamningum í ljósi verðbólguákvæðisins. Ef samkomulag næst ekki má segja samningum upp. Ákvæðið tekur gildi í nóvember. "Það er í raun og veru mjög mikilvægt verkefni að reyna að halda sem mestum stöðugleika og valda sem minnstri óvissu og titringi í kringum þessi mál. Kaupmáttur í landinu er í raun og veru of hár, sem kemur fram í þessum mikla viðskiptahalla og miklum innflutningi alls kyns neysluvarnings. Það getur ekki verið þjóðhagslega mikilvægt verkefni að auka kaupmátt. Það er ef til vill verkefni að varðveita hann eins mikið og kostur er," segir Hannes.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira