Erlent

Jass gegn svefnleysi

Fólk sem á erfitt með svefn gæti gert margt vitlausara en að hlusta á jass áður en það fer að sofa. Samkvæmt nýrri taívanskri rannsókn á fólk sem hlustað hefur á jass í 45 mínútur áður en það fer að sofa, auðveldara með svefn en fólk sem hefur ekki hlustað á djass eða hefur hlustað á hraðari tónlist. Vísindamenn fylgdust með 60 eldri borgurum sem áttu erfitt með svefn. Fólkið sem byrjaði að hlusta á jass eða aðra álíka rólega tónlist áður en það fór að sofa svaf mun betur í kjölfarið að því er fram kemur á vef BBC.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×