Erlent

Snúið af leið vegna hættu

Ísraelsk yfirvöld skipuðu í dag fjórum skemmtiferðaskipum á leið til Tyrklands að snúa af leið af öryggisástæðum. Skipin voru öll á leið til hafnarinnar Alanya í Tyrklandi en samkvæmt ísraelsku útvarpi er bárust yfirvöldum vísbendingar um einhvers konar hættu þar og því var ákveðið að stefna skipunum annað, en alls eru um 3500 Ísraelar í skipunum fjórum. Ekki hefur fengist gefið upp hvers eðlis ógnin var en talsmaður samgönguráðuneytist Ísraels segir að bæði ísraelska og tyrkneska leyniþjónustan hafi varað við einhvers konar ógn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×