Innlent

Falsaði lyfseðla og rauf skilorð

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Lyf í skúffu.
Lyf í skúffu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Maður sem framvísaði fölsuðum lyfseðli í verslun Lyfju við Smáratorg í Kópavogi í vor var í gær dæmdur í þriggja mán­aða fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­ness. Dómurinn er skilorðsbundinn í tvö ár. Með broti sínu nú rauf maður­inn skilorð fyrri dóms, en þá var hann dæmdur fyrir að hafa brotist inn í átta bíla og stolið úr þremur þeirra.

Fram kom að maðurinn hafi í hálft ár, frá því í byrjun maí, verið í meðferð á vegum Byrgisins vegna vímu­efnafíknar og svo hafi tekið við meðferð í Krýsuvík, þaðan sem hann á að útskrifast í byrjun febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×