Innlent

Skynsamleg ákvörðun

Arnar Sigurmundsson.
"Ég er ekki beinlínis að segja að það hafi orðið stefnubreyting hjá bankanum en þetta eru ákveðin skilaboð um að bankinn ætli að fara sér hægt og segir ekki til um framhaldið," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva.
Arnar Sigurmundsson. "Ég er ekki beinlínis að segja að það hafi orðið stefnubreyting hjá bankanum en þetta eru ákveðin skilaboð um að bankinn ætli að fara sér hægt og segir ekki til um framhaldið," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva.

Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, telur að stýrivaxtahækkun Seðlabankans á föstudaginn hafi verið skynsamleg ákvörðun miðað við aðstæður. Hann segir að í henni felist skilaboð um að ekki verði gengið lengra á þeirri braut sem verið hefur.

"Auðvitað gat maður búist við að vaxtahækkun hefði orðið meiri. Ég er ekki beinlínis að segja að það hafi orðið stefnubreyting hjá bankanum en þetta eru ákveðin skilaboð um að bankinn ætli að fara sér hægt og segir ekki til um framhaldið," segir hann og telur að í sjávarútvegi vonist menn til þess að gengi krónunnar fari heldur að gefa eftir eins og verið hafi síðustu daga.

"Þessi hækkun hefur enga þýðingu í sjálfu sér fyrir upplýsingatæknifyrirtækin. Við höfum lagt áherslu á einhvers konar ívilnun og bent á leiðir sem Norðmenn hafa farið, til dæmis skatta­endurgreiðslu í sambandi við rannsóknaþróunarkostnað. Það gæti verið mótleikur gagnvart því að þessi fyrirtæki séu að huga að því að fara af landi brott," segir Guðmundur Ásmundsson, forstöðumaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×