Erlent

Moskurnar vettvangur blóðbaðsins

Af hverju? Þessari konu virðist hafa fallið allur ketill í eld við að sjá eyðilegginguna fyrir framan Hamra-hótelið í Bagdad þar sem erlendir blaðamenn hafast við. Átta mann fórust í árásinni.
Af hverju? Þessari konu virðist hafa fallið allur ketill í eld við að sjá eyðilegginguna fyrir framan Hamra-hótelið í Bagdad þar sem erlendir blaðamenn hafast við. Átta mann fórust í árásinni.

Sjálfsmorðssprengju­­menn létu til skarar skríða í tveimur moskum í Írak í gær með þeim afleiðingum að í það minnsta áttatíu manns létu lífið. Þá var gerð bílsprengjuárás á hótel blaðamanna í Bagdad þar sem átta manns biðu bana.

Í þann mund sem síðdegisbænir voru að hefjast í tveimur stórum sjíamoskum í bænum Khanaqin, sem er í norðausturhluta landsins, sprengdu árásarmennirnir sprengjur sínar. "Þakið féll ofan á okkur og moskan var allt í einu full af látnu fólki," sagði Omar Saleh, 73 ára, þegar fréttamenn ræddu við hann á sjúkrabeði sínum en honum varð það til lífs að krjúpa við bænir þegar ósköpin dundu yfir.

Auk þeirra 80 sem létust slösuðust 75 manns í árásunum. Fyrr um daginn höfðu uppreisnarmenn gert tvöfalda bílsprengjuárás á Hamra-hótelið í Bagdad þar sem erlendir blaðamenn hafa bækistöðvar sínar. Ökumenn fyrri bifreiðarinnar sprengdu öryggisgirðingu fyrir framan hótelið en þeir sem óku síðari bílnum reyndu að komast að hótelinu en brak úr girðingunni varnaði þeim vegarins. Engu að síður sprengdu þeir bíl sinn í loft upp og fórust átta manns í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×