Erlent

Ölið selt lengur hjá enskum

Bresk stjórnvöld hleyptu í gær af stokkunum nýju baráttuátaki gegn kappdrykkju ungmenna og drykkjutengdu ofbeldi. Átakið tengist gildistöku nýrra laga sem gefa afgreiðslutíma breskra kráa frjálsan.

Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að senda almenningi misvísandi skilaboð. Þann 24. nóvember taka gildi lög sem fella úr gildi gömul lög sem skylduðu kráarekendur til að loka stundvíslega klukkan ellefu á kvöldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×