Erlent

Ritt kjörin borgarstjóri

Ritt Bjerregaard
Ritt Bjerregaard

Ritt Bjerregaard, borgarstjóraefni jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn, vann yfirburða­sigur í kosningunum samkvæmt útgönguspá sem Gallup gerði fyrir TV2 og vitnað er til á fréttavef dagblaðsins Politiken.

Kosið var til allra sveitarstjórna Danmerkur í gær. Ritt er fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur.

Samkvæmt spánni vinna jafnaðarmenn fjóra menn í borgarstjórninni frá síðustu kosningum en hægriflokkurinn Venstre tapar tveimur. Sósíalíski vinstriflokkurinn tapar líka tveimur fulltrúum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×