Erlent

Bilun í Mínervu

Ef rýnt er í myndina má sjá móðurfarið Hayabusa varpa skugga hægra megin á loftsteininum.
Ef rýnt er í myndina má sjá móðurfarið Hayabusa varpa skugga hægra megin á loftsteininum.

Japanska geimferðastofunin hefur misst samband við geimkannann Mínervu sem var skotið frá móðurfari sínu, Hayabusa, á laugardag. Mínerva átti að lenda á loftsteininum Itokowa í æfingarskyni fyrir lendingu Hayabusa, sem á snemma í desember að hafa tekið sýni af yfirborði steinsins áður en það snýr aftur til jarðar.

Itokawa er í 290 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu og er búist við að heimferðin taki tæp tvö ár. Bilun Mínervu er Japönunum talsvert áfall en ferð Hayabusa hefur verið þyrnum stráð hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×