Erlent

Grunur um óeðileg tengsl

Tony Blair hefur farið fram á við Gus O'Donnell, ráðuneytisstjóra sinn, að kanna hvort David Blunkett, ráðherra atvinnu- og lífeyrismála, hafi brotið siðareglur ráðherra með því eiga hlut í og stjórna líftæknifyrirtæki sem bauð í ýmis verkefni á vegum hins opinbera.

Þingmenn Íhaldsflokksins telja um augljósa hagsmunaárekstra að ræða enda þótt Blunkett neiti að hafa veitt fyrirtækinu nokkra fyrirgreiðslu. Blunkett lét af störfum hjá fyrirtækinu um leið og hann varð ráðherra eftir kosningarnar í vor en málið þykir samt vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×