Erlent

Sýrlendingar sýni samvinnu

Ályktunin samþykkt. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkti vitanlega ályktunina í gær enda voru Bandaríkjamenn á meðal flutningsmanna hennar. Á bak við hana sést John Bolton, sendiherra landsins hjá SÞ.
Ályktunin samþykkt. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkti vitanlega ályktunina í gær enda voru Bandaríkjamenn á meðal flutningsmanna hennar. Á bak við hana sést John Bolton, sendiherra landsins hjá SÞ.
@Mynd -FoMed 6,5p CP:Ályktunin samþykkt Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkti vitanlega ályktunina í gær enda voru Bandaríkjamenn á meðal flutningsmanna hennar. Á bak við hana sést John Bolton, sendiherra landsins hjá SÞ. Fréttablaðið/AP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einum rómi í gær að skora á Sýrlendinga að aðstoða rannsóknarnefnd þeirra við að upplýsa morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Ályktunin sem öryggisráðið samþykkti í gær var reyndar nokkuð breytt frá þeirri sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu fyrst fram en þar var Sýrlendingum hótað efnahagsþvingunum sýndu þeir ekki samstarfsvilja.

Vegna andstöðu Rússa, sem rétt eins og fyrrnefndu þjóðirnar þrjár hafa neitunarvald í ráðinu, var orðalaginu hins vegar breytt á þann veg að aðeins var talað um „aðgerðir“ gegn Sýrlendingum ef þeir óhlýðnuðust. „Öryggisráðið er ekki eftirlitsnefnd og það væri rangt að blanda saman lögreglurannsókn og alþjóðasamskiptum,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands á fundi ráðsins. Rannsóknarnefnd SÞ greindi frá frumniðurstöðum sínum á dögunum og þar var staðhæft að útilokað hafi verið að ráða Hariri af dögum án vitneskju leyniþjónustustofnana Sýrlendinga og Líbana. Sýrlensk yfirvöld voru auk þess sökuð um að hindra framgang réttvísinnar. Sýrlenska ríkisstjórnin greindi frá því um helgina að hún hygðist gangast fyrir eigin rannsókn á málinu. Sú nefnd mun sýna rannsóknarnefnd SÞ fulla samvinnu að sögn talsmanns forsetans. Til mótmæla kom í Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, í gær þar sem öryggisráðið var hvatt til að beygja sig ekki undir vald Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×