Innlent

Förufálki í Húsdýragarðinum

Það voru skipverjarnir á Kleifarberginu frá Ólafsfirði sem björguðu förufálkanum úti fyrir Vestfjörðum og fóru með hann í Húsdýragarðinn. Hann var aðeins grútarblautur og þurfti því að fara í bað, með þessa afbragðs baðhettu - sem ku víst vera sett á fugla sem þarf að baða til að koma í veg fyrir að þeir bíti. Eins og heyra má var hann ekkert hrifinn af því að vera þrifinn með uppþvottalegi og tannbursta. "Svo verður hann hérna í einhvers konar aðhlynningu. Hann er ekki vel á sig kominn. Hann er horaður og sennilega hefur hann örmagnast þess vegna. Það varð honum til lífs að hann lenti á skipi en ekki á miðju hafinu.," segir Margrét Dögg Halldórsdóttir, yfirdýrahirðir í Húsdýragarðinum, sem segir að hann verði aðeins í Húsdýragarðinum þar til hann geti flogið á brott. Áhugasamir ættu þó að geta séð hann í smá tíma enn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×