Erlent

Íranar sýna sveigjanleika

Ríkisstjórnin í Íran sagðist á sunnudag reiðubúin til að fresta umdeildri kjarnorkuáætlun sinni þar til í lok júlí til þess að gefa sáttasemjurum Evrópusambandsins tíma til þess að að útbúa tillögu sem er Írönum meira að skapi. Með tilkynningunni skapast stund á milli stríða í umræðunum um kjarnorkuaætlun Írana. Eftir sex mánaða umræður hefur ekki náðst samkomulag um helsta deiluatriðið sem er krafa Írana um rétt sinn til að auðga úran og andstöðu Evrópusambandsins við þá kröfu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×