Erlent

Svisslendingar samþykkja Schengen

Svisslendingar samþykktu að gerast aðilar að Schengen-samstarfinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Alls voru 54,6 prósent þjóðarinnar hlynnt aðild að landamærasamstarfi Evrópusambandsins, en með því getur svissnesk lögregla deilt upplýsingum um alls kyns glæpi með öðrum Schengen-löndum, þar með töldu Íslandi. Þá munu borgarar í Schengen-löndunum ekki lengur þurfa að framvísa vegabréfum við komuna til Sviss frá og með árinu 2007. Svisslendingar kusu einnig um það hvort auka ætti réttindi samkynhneigðra og voru 58 prósent hlynnt því. Samkynhneigð pör í Sviss hafa því nú sama erfða- og skattarétt og gagnkynhneigð pör en þau mega þó ekki enn ættleiða börn eða fara í glasa- eða tæknifrjóvgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×