Innlent

Um 25 þúsund á Ljósanótt

Um 25 þúsund manns sóttu Ljósanótt sem haldin var í sjötta sinn í Reykjanesbæ í gær. Er það mat Steinþórs Jónssonar formanns Ljósanæturnefndar. "Einstakur dagur og frábær í alla staði," sagði Steinþór sem var við aðalsviðið seint í gærkvöldi og beið flugeldasýningarinnar. "Aldrei hafa fleiri sótt skemmtiatriðin yfir daginn. Metfjöldi." Steinþór segir veðrið hafa leikið við gesti sem hafi skemmt sér prýðilega í gær. Hápunktur hátíðarinnar hafi verið hve vel heimamenn tók á móti gestum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×