Erlent

Eldar loga víða á hamfarasvæðum

Eldar loga nú á 50-60 stöðum á flóðasvæðunum í suðurhluta Bandaríkjanna, samkvæmt fréttastöðinni CNN, en lítið er gert til þess að slökkva þá þar sem mannskap vantar. Mikill eldur er í iðnaðarhverfi í New Orleans og virðist sem hann berist frá einu vöruhúsi til annars óhindrað. Þykkan reykjarmökk leggur yfir borgina af þessum sökum. Þá hafa fólkflutningar frá borginni haldið áfram í dag þar sem særðir og veikir hafa forgang en Texas-ríki hefur tekið á móti flestum, eða 154 þúsund manns að sögn yfirvalda í dag. Bush Bandaríkjaforseti heimsótti hamfarasvæðin í gær en sneri svo aftur til Washintgon til þess að skrifa undir frumvarp um 630 milljarða króna framlag frá ríkinu til neyðaraðstoðar. Þá verða 300 hermenn í Írak og Afganistan sendir heim til þess að aðstoða fjölskyldur sínar að takast á við hörmungarnar á hamfarasvæðunum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×