Innlent

Ökumenn í vandræðum

Fjöldi ökumanna á vegum norðanlands hefur lent í vandræðum frá því í gærkvöldi vegna hálku á þjóðvegum. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki er glærahálka og hafa bílar verið að fljúga út af. Þá hefur snjóað mikið og er nú tíu til fimmtán sentímetra jafnfallinn snjór í Skagafirði. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. Þó urðu einhver meiðsl þegar bíll fór út af í Vatnsskarði síðdegis í gær og varð að beita klippum til að ná ökumanni út. Lögreglan á Sauðárkróki sagði réttum í Skagafirði hefði fylgt mikil umferð um helgina og margir hefðu verið í sumardekkjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×