Erlent

Gefur út 100 mínútna Bilbíu

Prestur á Bretlandi hefur fengið nóg af því hversu lítinn áhuga landar hans hafa á Biblíunni og samið nýja og styttri útgáfu af bókinni helgu. Biblían hefur fengið nafnið 100 mínútna Biblían og er þar vísað til þess tíma sem það tekur að lesa hana. Eins og gefur að skilja er stiklað á stóru í verkinu en þó er allar þekktustu Biblíusögurnar að finna í bókinni. Nú þegar hafa verið prentuð ellefu þúsund eintök af Biblíunni stuttu og verður henni dreift í kirkjur og skóla í Bretlandi en útgefendur eiga einnig von á því að hún verði metsölubók rétt eins og upprunalega útgáfan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×