Erlent

Annan kom óvænt til Bagdad

Kofi Annan.
Kofi Annan. MYND/AP

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í dag í óvænta heimsókn Bagdad. Þetta er fyrsta heimsókn hans til landsins síðan fyrir innrásina í Írak. Annan kom til Íraks frá Jórdaníu en þangað ákvað hann að fara eftir hryðjuverkaárásir á þrjú hótel í borginni.

Fimm létust í Bagdad á svipuðum tíma og Annan kom þangað. Bílsprengjuárás á markaði í austurhluta borgarinnar kostaði fimm lífið og skildi tuttugu eftir sára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×