Erlent

Stjórnarsáttmálinn tilbúinn

Merkel hitti Hu Angela. Merkel, verðandi kanslari Þýskalands, tók sér tíma frá stjórnarmyndunarviðræðunum til að hitta Hu Jintao Kínaforseta í gær.
Merkel hitti Hu Angela. Merkel, verðandi kanslari Þýskalands, tók sér tíma frá stjórnarmyndunarviðræðunum til að hitta Hu Jintao Kínaforseta í gær.

Stærstu stjórnmálaflokkum Þýskalands tókst í gær að ganga frá málefnasamningi samsteypustjórnar sem Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, mun fara fyrir. Hún verður fyrsta konan sem sest í þýska kanslarastólinn.

"Við viljum gera meira úr Þýskalandi og við, stóru flokkarnir tveir, viljum með þessum stjórnarsáttmála vinna aftur traust fólks á hæfni stjórnmálamanna (...) og sýna að við getum fengið einhverju áorkað fyrir landið okkar," sagði Merkel á blaðamannafundi eftir að stjórnarmyndunarviðræðunum lauk í Berlín í gær, en þær voru langar og strangar.

Stjórnarsáttmálinn verður á mánudag lagður fyrir aukaflokksþing flokkanna, Jafnaðarmanna­flokksins SPD, Kristilega demókrataflokksins og systurflokks hans í Bæjaralandi, CSU, en þau verða að leggja blessun sína yfir hann til að hin nýja "stóra samsteypa" geti sest að völdum. Gangi allt að óskum mun þingið kjósa Merkel kanslara hinn 22. nóvember. Nærri fjörutíu ár eru síðan stóru flokkarnir störfuðu síðast saman í stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×