Erlent

Fischer ekki framseldur

Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að vísa skákmeistaranum Bobby Fischer ekki úr landi á næstunni. Til stóð að hann yrði sendur úr landi og hefði hann þá að öllum líkindum verið sendur til Bandaríkjanna. Þar bíður hans tíu ára fangelsi fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu þegar hann háði þar skákeinvígi við Boris Spassky árið 1992. Lögfræðingur Fischer sagði að honum væri að vonum létt. Fischer hefur nú uppi áform um að afsala sér bandarískum ríkisborgararétti. Bandarísk stjórnvöld segja að bandarísk lög geri engu að síður ráð fyrir því að hann verði sóttur til saka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×