Afturför á íslenskum vinnumarkaði 13. október 2004 00:01 Nýr formaður Starfsgreinasambands Íslands verður kosinn á ársfundi þess á morgun. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, segir að átökin um Sólbak og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express séu dæmi um áratuga afturför á íslenskum vinnumarkaði. Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segist halda að helstu umræðu- og átakaefni þingsins sem hefst á Hóteli Loftleiðum í fyrramálið verði sú aðför sem að undanförnu hafi verið gerð að íslenskum vinnumarkaði. Hann nefnir þar sem dæmi átökin um Sólbak og uppsagnir Iceland Express á flugfreyjum félagsins. Að mati Halldórs er það áratuga afturför á íslenskum vinnumarkaði. Halldór segir afar mikilvægt að verkalýðsfélög landsins sýni samtakamátt sinn þegar mál á borð við þessi komi upp. Á þinginu verður kosinn nýr formaður sambandsins sem og nýr varaformaður. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, býður sig fram til formanns og Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, til varaformanns. Félag Kristjáns er hluti af Flóabandalaginu og samanlegt eru þingfulltrúar þess og Einingar-Iðju yfir 60 prósent þingfulltrúa. Það getur því orðið erfitt að skáka þeim, fylgi allir þingfulltrúar sínum mönnum. Þó er ljóst að Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins á Siglufirði, ætlar fram og er búist við að hún bjóði sig til varaformanns. Heimildamenn fréttastofu segja hennar möguleika helsta felast í þeirri staðreynd að það vanti konur í fremstu röð Starfsgreinasambandsins, sem og að Kristján og Björn séu báðir umdeildir menn. Halldór Björnsson lætur af formennsku eftir áratugastarf í verkalýðsforystunni. Hann segist nú í fyrsta sinn verða atvinnulaus síðan hann var tvítugur. Halldór segir eftirsjá vissulega bærast með sér en hann sé hins vegar kominn á þann aldur að rétt sé að hætta þessu ati. Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Nýr formaður Starfsgreinasambands Íslands verður kosinn á ársfundi þess á morgun. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, segir að átökin um Sólbak og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express séu dæmi um áratuga afturför á íslenskum vinnumarkaði. Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segist halda að helstu umræðu- og átakaefni þingsins sem hefst á Hóteli Loftleiðum í fyrramálið verði sú aðför sem að undanförnu hafi verið gerð að íslenskum vinnumarkaði. Hann nefnir þar sem dæmi átökin um Sólbak og uppsagnir Iceland Express á flugfreyjum félagsins. Að mati Halldórs er það áratuga afturför á íslenskum vinnumarkaði. Halldór segir afar mikilvægt að verkalýðsfélög landsins sýni samtakamátt sinn þegar mál á borð við þessi komi upp. Á þinginu verður kosinn nýr formaður sambandsins sem og nýr varaformaður. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, býður sig fram til formanns og Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, til varaformanns. Félag Kristjáns er hluti af Flóabandalaginu og samanlegt eru þingfulltrúar þess og Einingar-Iðju yfir 60 prósent þingfulltrúa. Það getur því orðið erfitt að skáka þeim, fylgi allir þingfulltrúar sínum mönnum. Þó er ljóst að Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins á Siglufirði, ætlar fram og er búist við að hún bjóði sig til varaformanns. Heimildamenn fréttastofu segja hennar möguleika helsta felast í þeirri staðreynd að það vanti konur í fremstu röð Starfsgreinasambandsins, sem og að Kristján og Björn séu báðir umdeildir menn. Halldór Björnsson lætur af formennsku eftir áratugastarf í verkalýðsforystunni. Hann segist nú í fyrsta sinn verða atvinnulaus síðan hann var tvítugur. Halldór segir eftirsjá vissulega bærast með sér en hann sé hins vegar kominn á þann aldur að rétt sé að hætta þessu ati.
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira