Erlent

Sjaldgæfir Súmötru-tígrar sýndir

Þrír sjaldgæfir Súmötru-tígrisdýrahvolpar voru til sýnis í fyrsta sinn í dýragarði í Washington í gær. Þessi tegund tígrisdýra er í útrýmingarhættu og er talið að aðeins fimm hundruð dýr séu á lífi á indónesísku eyjunni Súmötru og tvö hundruð í dýragörðum. Hvolparnir þrír fæddust fyrir rúmlega þremur mánuðum í dýragarðinum í Washington. Á þeim tíma hafa þeir þyngst um fjórtán kíló hver. Hvolparnir verða fluttir í aðra dýragarða á næstu þremur árum til að viðhalda stofninum. Hægt er að sjá tígrísdýrahvolpana úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×