Sport

Fór hringinn á 59 höggum

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson skráði sig í sögubækurnar þegar hann lék á 59 höggum, þrettán höggum undir pari, á síðari hring á móti sigurvegara í risamótunum í golfi á Hawaii í gærkvöld. Aðeins þrír kylfingar höfðu afrekað þetta áður í Bandaríkjunum: Al Geiberger árið 1977, Chip Beck 1991 og David Duval 1999. Mickelson átti möguleika á að leika á 58 höggum sem engum hefur tekist en hann tvípúttaði á lokaholunni. Mickelson vann mótið á sautján höggum undir pari samtals en leiknar voru 36 holur. Vijay Singh varð í öðru sæti á tólf undir, Retief Goosen í þriðja sæti á ellefu undir og Todd Hamilton rak lestina á einu höggi yfir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×