Sport

Ragnheiður þríbrotnaði á fæti

Ragnheiður Ragnarsdóttir, landsliðskona í sundi, fótbrotnaði í gærmorgun og kemst ekki á Evrópumótið í Vínarborg í byrjun desember. Ragnheiður datt á svelli á bílastæðinu fyrir framan Fjölbrautaskólann í Garðabæ í gærmorgun. Hún lenti illa á vinstri ökkla, sneri sig á fæti og þríbrotnaði. Brotið var mjög slæmt og fór Ragnheiður í aðgerð í gær. Hún verður í gifsi næstu sex vikurnar og syndir ekki á EM. Þetta er mikið áfall fyrir hana enda hefur hún verið í toppformi á þessu ári og náð frábærum árangri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×