Leita ráða við leirfoki úr lóninu 10. september 2004 00:01 MYND/Vísir Starfsmenn Landsvirkjunar og Landgræðslunnar vinna nú að lausn á því hvernig hefta megi sand- og leirfok frá uppistöðulóninu við Kárahnjúkavirkjun, að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra. Þegar virkjunin verður komin í notkun, lónsstæðið hefur fyllst og síðan sigið úr því aftur, situr mikið magn af leir eftir. Verulegt fok getur orðið upp úr lóninu þegar leirinn þornar og hvessir í veðri. Slíkt getur haft í för með sér gróðureyðingu og uppblástur á stóru svæði. "Við höfum verið að vinna með Landsvirkjun að finna lausnir á því að stöðva þetta fok áður en það fer út á gróið land," sagði Sveinn Runólfsson. "Ljóst er að þarna hefur á undanförnum árum verið heilmikið leirfok af aurum Jöklu og einnig Jökulsár á Fjöllum. En í samtölum við sérfræðinga Landsvirkjunar hefur komið fram að þeir séu staðráðnir í að koma í veg fyrir slíkt áfok úr lóninu. Auðvitað ráða menn ekki við það sem fer í loftið. En rannsóknir sem standa yfir miða að því að stöðva þetta grófara efni, sem gæti fokið með skriði út úr lónsstæðinu. Ég er sannfærður um að það muni takast, en það gæti orðið heilmikið verkefni í einstökum árum. Þetta verður örugglega misjafnt milli ára." Spurður um stærð leirfoksvæðisins sagði Sveinn að ekki væri búist við alvarlegu uppfoki nema öðrum megin við lónið. Það svæði væri 20 kílómetra langt og kannski um 100 metra breitt. "Uppi eru hugmyndir um að reisa svokallaðar fok - eða sandgildrur," sagði Sveinn spurður um hugmyndir til að hefta leirfokið. "Við erum nú með slíka rannsókn í gangi niður á Landeyjasandi til þess að finna hagkvæmustu lausnina. Skoðaður hefur verið möguleikinn á notkun rykbindiefna. Ég er ekki mjög trúaður á þá aðferð. Loks eru menn með hugmyndir um einhvers konar áveitur og að bleyta í leirunum sem hætta væri á að fyki úr. Menn eru að úða stór svæði í landbúnaði um allan heim. Þetta er vel gerlegt því þegar frost er farið úr jörðu að vori þá er hætta á foki í tiltölulega skamman tíma. Það getur hvesst vel einu sinni eða tvisvar á því tímabili sem virkilega þarf að gera eitthvað." Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira
Starfsmenn Landsvirkjunar og Landgræðslunnar vinna nú að lausn á því hvernig hefta megi sand- og leirfok frá uppistöðulóninu við Kárahnjúkavirkjun, að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra. Þegar virkjunin verður komin í notkun, lónsstæðið hefur fyllst og síðan sigið úr því aftur, situr mikið magn af leir eftir. Verulegt fok getur orðið upp úr lóninu þegar leirinn þornar og hvessir í veðri. Slíkt getur haft í för með sér gróðureyðingu og uppblástur á stóru svæði. "Við höfum verið að vinna með Landsvirkjun að finna lausnir á því að stöðva þetta fok áður en það fer út á gróið land," sagði Sveinn Runólfsson. "Ljóst er að þarna hefur á undanförnum árum verið heilmikið leirfok af aurum Jöklu og einnig Jökulsár á Fjöllum. En í samtölum við sérfræðinga Landsvirkjunar hefur komið fram að þeir séu staðráðnir í að koma í veg fyrir slíkt áfok úr lóninu. Auðvitað ráða menn ekki við það sem fer í loftið. En rannsóknir sem standa yfir miða að því að stöðva þetta grófara efni, sem gæti fokið með skriði út úr lónsstæðinu. Ég er sannfærður um að það muni takast, en það gæti orðið heilmikið verkefni í einstökum árum. Þetta verður örugglega misjafnt milli ára." Spurður um stærð leirfoksvæðisins sagði Sveinn að ekki væri búist við alvarlegu uppfoki nema öðrum megin við lónið. Það svæði væri 20 kílómetra langt og kannski um 100 metra breitt. "Uppi eru hugmyndir um að reisa svokallaðar fok - eða sandgildrur," sagði Sveinn spurður um hugmyndir til að hefta leirfokið. "Við erum nú með slíka rannsókn í gangi niður á Landeyjasandi til þess að finna hagkvæmustu lausnina. Skoðaður hefur verið möguleikinn á notkun rykbindiefna. Ég er ekki mjög trúaður á þá aðferð. Loks eru menn með hugmyndir um einhvers konar áveitur og að bleyta í leirunum sem hætta væri á að fyki úr. Menn eru að úða stór svæði í landbúnaði um allan heim. Þetta er vel gerlegt því þegar frost er farið úr jörðu að vori þá er hætta á foki í tiltölulega skamman tíma. Það getur hvesst vel einu sinni eða tvisvar á því tímabili sem virkilega þarf að gera eitthvað."
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira