Fjármálavandræði ungs fólks aukast 12. júní 2004 00:01 Því miður sjáum við oft mikla fjölskylduharmleiki vegna ábyrgðarmennsku," sagði Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, um ábyrgðir foreldra eða annarra ættingja á lántökum ungs fólks. Fjölgun hefur orðið á milli ára á fólki innan tvítugs sem leitað hefur til ráðgjafarstofunnar vegna þess að það hefur steypt sér í fjárhagsvanda, sem það ræður ekki við án aðstoðar. "Oftar en ekki er ungt fólk með ábyrgðarmenn, foreldra, ættingja eða aðra," sagði Ásta. Hún sagði það þó lofsvert að þróunin hefði verið sú, bæði hjá bönkum og sparisjóðum, að nú væri meira farið að athuga viðskiptasögu viðkomandi. Þá hefðu bankar, viðskiptaráðuneytið og Neytendasamtökin skrifað undir samkomulag varðandi ábyrgðarmennsku árið 2001, þar sem bönkunum væri gert skylt að upplýsa ábyrgðarmenn um það sem þeir væru að gangast undir. Ef skuldin væri yfir milljón væri það skylda að aðalskuldari færi í greiðslumat. "Aðalmálið er það, að aðgangurinn að fjármagni er auðveldari," sagði Ásta. "Eftir því sem frelsið eykst krefst það meiri varkárni af einstaklingunum. Auglýsingamennskan af öllu tagi er orðin mjög mikil meðal ungs fólks, en mér finnst jafnframt þurfa að horfa til ábyrgðar foreldranna. Þeir þurfa líka að uppfræða börnin um þessi mál, því þarna spila svo margir þættir inn í. Við lifum í miklu neyslusamfélagi," bætti Ásta við. "Að sjálfsögðu erum við fyrirmyndir barnanna okkar og þurfum að haga okkur samkvæmt því." Grunnskólarnir hafa nú tekið fjármálafræðslu inn í lífsleikni og sagði Ásta það af mjög af hinu góða. Hún kvaðst sjálf vera með fræðslu í Foreldrahúsi fyrir 15 - 18 ára unglinga. Þar fyndi hún best hversu brýn þörf væri fyrir slíkt efni. Þess skal getið vegna missagnar í Fréttablaðinu í gær, að símatímar ráðgjafarstofunnar eru alla daga frá kl. 9 - 12. Fréttir Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Því miður sjáum við oft mikla fjölskylduharmleiki vegna ábyrgðarmennsku," sagði Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, um ábyrgðir foreldra eða annarra ættingja á lántökum ungs fólks. Fjölgun hefur orðið á milli ára á fólki innan tvítugs sem leitað hefur til ráðgjafarstofunnar vegna þess að það hefur steypt sér í fjárhagsvanda, sem það ræður ekki við án aðstoðar. "Oftar en ekki er ungt fólk með ábyrgðarmenn, foreldra, ættingja eða aðra," sagði Ásta. Hún sagði það þó lofsvert að þróunin hefði verið sú, bæði hjá bönkum og sparisjóðum, að nú væri meira farið að athuga viðskiptasögu viðkomandi. Þá hefðu bankar, viðskiptaráðuneytið og Neytendasamtökin skrifað undir samkomulag varðandi ábyrgðarmennsku árið 2001, þar sem bönkunum væri gert skylt að upplýsa ábyrgðarmenn um það sem þeir væru að gangast undir. Ef skuldin væri yfir milljón væri það skylda að aðalskuldari færi í greiðslumat. "Aðalmálið er það, að aðgangurinn að fjármagni er auðveldari," sagði Ásta. "Eftir því sem frelsið eykst krefst það meiri varkárni af einstaklingunum. Auglýsingamennskan af öllu tagi er orðin mjög mikil meðal ungs fólks, en mér finnst jafnframt þurfa að horfa til ábyrgðar foreldranna. Þeir þurfa líka að uppfræða börnin um þessi mál, því þarna spila svo margir þættir inn í. Við lifum í miklu neyslusamfélagi," bætti Ásta við. "Að sjálfsögðu erum við fyrirmyndir barnanna okkar og þurfum að haga okkur samkvæmt því." Grunnskólarnir hafa nú tekið fjármálafræðslu inn í lífsleikni og sagði Ásta það af mjög af hinu góða. Hún kvaðst sjálf vera með fræðslu í Foreldrahúsi fyrir 15 - 18 ára unglinga. Þar fyndi hún best hversu brýn þörf væri fyrir slíkt efni. Þess skal getið vegna missagnar í Fréttablaðinu í gær, að símatímar ráðgjafarstofunnar eru alla daga frá kl. 9 - 12.
Fréttir Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira