Innlent

Vill frjálsar ufsa- og ýsuveiðar

"Það er alveg út úr korti að ætla að draga úr veiðum á fiskitegund og vonast til að stofninn nái sér þegar alla fæðu vantar," segir Guðjón A. Kristjánsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, vegna tillagna Hafrannsóknastofnunarinnar að skera niður heimildir til þorskveiða á næsta fiskveiðiári. "Sjórinn við landið hefur verið að hlýna umtalsvert undanfarin ár og mun gera það áfram. Það gerir flestum tegundum auðveldara fyrir að dafna nema þegar alla fæðu vantar eins og tilfellið er nú með þennan algjöra skort á loðnu. Það á að auka þorskveiðar í stað þess að minnka kvótann eins og Hafró leggur til því það er til einskis að hafa hér helling af fiski sem að líkindum drepst úr hor." Guðjón segir rökrétt að gefa veiðar á ýsu og ufsa frjálsar enda ónauðsynlegt með öllu að hafa takmarkanir á þeim veiðum. Hann gagnrýnir starfsmenn Hafrannsóknastofnunar harðlega. "Þar starfa hálærðir menn sem hafa ekkert vit á náttúrunni og eiga því ekki að gefa öðrum sín ráð."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×