Erlent

Dagbók úr útrýmingarbúðum fannst

Dagbók 18 ára gamallar stúlku sem dvaldi í útrýmingarbúðum nasista hefur fundist í Hollandi. Í bókinni lýsir stúlkan þriggja mánaða tímabili sínu í útrýmingarbúðunum og þar kemur meðal annars fram sú mikla angist sem ríkti í búðunum, ekki síst meðal ungra barna, sem send voru út í opinn dauðann líkt og hverjir aðrir. Ekki er þó mikið um beinharðar staðreyndir í bókinni, heldur segir þar einfaldlega að margt af því sem fram hafi farið í búðunum sé ólýsanlega óhugnalegt og ómögulegt að ímynda sér fyrir þá sem ekki til þekkja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×