Erlent

Standa ekki við loforð

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi stjórnvöld í Súdan fyrir að standa ekki við fyrirheit um að hjálpa til við að binda endi á þjáningar í Darfurhéraði. Fjöldi þeldökkra íbúa héraðsins hefur lagt á flótta vegna árása arabískra vígasveita sem hafa notið stuðnings stjórnvalda. Powell varaði við því að ef stjórnvöld í Súdan létu ekki til sín taka gæti það leitt til þess að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu refsiaðgerðir til að knýja á um að hlutskipti íbúa Darfur skánaði. Rúm milljón er á flótta og hungursneyð herjar á fólkið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×