Erlent

Handtóku 29 í áhlaupi

Hollenskir lögreglumenn handtóku 29 manns þegar þeir gerðu áhlaup á þjálfunarbúðir Kúrdíska verkamannaflokksins sem er útlægur í Tyrklandi vegna vopnaðrar baráttu hans gegn stjórnvöldum. Hollenska lögreglan hefur rannsakað starfsemi Kúrdíska verkamannaflokksins í meira en ár og var áhlaupið afrakstur þeirrar rannsóknar. Þjálfunarbúðirnar eru nærri Liempde í suðurhluta Hollands. Kúrdíski verkamannaflokkurinn lýsti yfir vopnahléi árið 1999 eftir fimmtán ára vopnaða sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi en sagði það úr gildi fyrr á árinu og hótaði árásum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×