Útför í skugga óvissu 12. nóvember 2004 00:01 Útför Jassirs Arafats fór fram í Egyptalandi í morgun í skugga óvissu um banamein hans, sögusagna um himinháar lífeyrisgreiðslur til ekkju hans og ringulreiðar um eftirmenn. Leiðtogar frá yfir fimmtíu ríkjum voru viðstaddir útförina í Kairó í morgun, en almenningur fékk ekki að taka þátt í athöfninni. Nú er kista Arafats á leið til Vesturbakkans, þar sem hann jarðsettur í steinsteypukistu í Ramallah, að sögn til bráðabirgða, uns unnt verður að flytja leyfar hans til hinstu hvílu í Jerúsalem. Þúsundir Palestínumanna syrgja Arafat og minnast á götum bæja og borga á svæðum Palestínumanna, og þjóðarleiðtogar hafa sent samúðarkveðjur. Ennþá hafa engar upplýsingar fengist um banamein Arafats, en talsmenn franska hersjúkrahússins, þar sem hann lést, eru þöglir sem gröfin og segja ættingja verða að heimila upplýsingagjöf. Einkalæknir Arafats vill að hann verði krufinn, svo að Palestínumenn geti fengið vissu um orsakirnar. Vitað er að lítið blóðflögumagn mældist í blóði Arafats og það er talið hafa leitt til heilablæðingar. Orsakir þess, að blóðflögumagnið var lágt, eru þó eftir sem áður óljósar, en þetta gæti bent til margskonar sjúkdóma: lifrarsjúkdóma, lokastiga krabbameins og jafnvel alnæmis. Talið er að ástæður þess, að ekki er gefið uppi hvað hrjáði Arafat séu annað hvort sú, að sjúkdómurinn sé talinn vandræðalegur, eða að læknar á Vesturbakkanum hafi greint Arafat rangt og hann hafi því ekki hlotið rétta meðferð fyrr en of seint. Suha Arafat, ekkja Arafats sem meinaði samstarfsmönnum hans að hitta hann á sjúkrabeðinu í París, hefur nú látið af andstöðu sinni. Hún gekk á eftir kistu Arafats í Kæró, en síðustu æviár Arafats bjó hún í París. Samkvæmt frétt ítalska dagblaðsins Corriere della Sera er Suha nú sátt við palestínsku heimastjórnina, hugsanlega í ljósi þess að hún samþykkti að greiða henni tuttugu og tvær milljónir dollara í lífeyri á ári, eða sem nemur einum og hálfum milljarði króna. Þótti yfirvöldum vænlegra að sættast við Súhu en þrætta um fjármál Arafats. Meginþorri greiðslnanna til Súhu er sagður koma úr leynisjóðum sem Arafat og félagar höfðu komið fyrir á erlendum bankareikningum, en alls er talið að um fjórir milljarðar dollara séu faldir á slíkum reikningum. Engin vissa hefur enn fengist um framtíðarskipan forystusveitar Palestínumanna. Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, sem hrökklaðist úr embætti vegna deilna við Arafat, var í morgun settur í embætti formanns frelsishers Palestínu, PLO. Forseti palestínska þingsins hefur einnig verið settur í embætti forseta tímabundið. Erlent Fréttir Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Útför Jassirs Arafats fór fram í Egyptalandi í morgun í skugga óvissu um banamein hans, sögusagna um himinháar lífeyrisgreiðslur til ekkju hans og ringulreiðar um eftirmenn. Leiðtogar frá yfir fimmtíu ríkjum voru viðstaddir útförina í Kairó í morgun, en almenningur fékk ekki að taka þátt í athöfninni. Nú er kista Arafats á leið til Vesturbakkans, þar sem hann jarðsettur í steinsteypukistu í Ramallah, að sögn til bráðabirgða, uns unnt verður að flytja leyfar hans til hinstu hvílu í Jerúsalem. Þúsundir Palestínumanna syrgja Arafat og minnast á götum bæja og borga á svæðum Palestínumanna, og þjóðarleiðtogar hafa sent samúðarkveðjur. Ennþá hafa engar upplýsingar fengist um banamein Arafats, en talsmenn franska hersjúkrahússins, þar sem hann lést, eru þöglir sem gröfin og segja ættingja verða að heimila upplýsingagjöf. Einkalæknir Arafats vill að hann verði krufinn, svo að Palestínumenn geti fengið vissu um orsakirnar. Vitað er að lítið blóðflögumagn mældist í blóði Arafats og það er talið hafa leitt til heilablæðingar. Orsakir þess, að blóðflögumagnið var lágt, eru þó eftir sem áður óljósar, en þetta gæti bent til margskonar sjúkdóma: lifrarsjúkdóma, lokastiga krabbameins og jafnvel alnæmis. Talið er að ástæður þess, að ekki er gefið uppi hvað hrjáði Arafat séu annað hvort sú, að sjúkdómurinn sé talinn vandræðalegur, eða að læknar á Vesturbakkanum hafi greint Arafat rangt og hann hafi því ekki hlotið rétta meðferð fyrr en of seint. Suha Arafat, ekkja Arafats sem meinaði samstarfsmönnum hans að hitta hann á sjúkrabeðinu í París, hefur nú látið af andstöðu sinni. Hún gekk á eftir kistu Arafats í Kæró, en síðustu æviár Arafats bjó hún í París. Samkvæmt frétt ítalska dagblaðsins Corriere della Sera er Suha nú sátt við palestínsku heimastjórnina, hugsanlega í ljósi þess að hún samþykkti að greiða henni tuttugu og tvær milljónir dollara í lífeyri á ári, eða sem nemur einum og hálfum milljarði króna. Þótti yfirvöldum vænlegra að sættast við Súhu en þrætta um fjármál Arafats. Meginþorri greiðslnanna til Súhu er sagður koma úr leynisjóðum sem Arafat og félagar höfðu komið fyrir á erlendum bankareikningum, en alls er talið að um fjórir milljarðar dollara séu faldir á slíkum reikningum. Engin vissa hefur enn fengist um framtíðarskipan forystusveitar Palestínumanna. Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, sem hrökklaðist úr embætti vegna deilna við Arafat, var í morgun settur í embætti formanns frelsishers Palestínu, PLO. Forseti palestínska þingsins hefur einnig verið settur í embætti forseta tímabundið.
Erlent Fréttir Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira