Útför í skugga óvissu 12. nóvember 2004 00:01 Útför Jassirs Arafats fór fram í Egyptalandi í morgun í skugga óvissu um banamein hans, sögusagna um himinháar lífeyrisgreiðslur til ekkju hans og ringulreiðar um eftirmenn. Leiðtogar frá yfir fimmtíu ríkjum voru viðstaddir útförina í Kairó í morgun, en almenningur fékk ekki að taka þátt í athöfninni. Nú er kista Arafats á leið til Vesturbakkans, þar sem hann jarðsettur í steinsteypukistu í Ramallah, að sögn til bráðabirgða, uns unnt verður að flytja leyfar hans til hinstu hvílu í Jerúsalem. Þúsundir Palestínumanna syrgja Arafat og minnast á götum bæja og borga á svæðum Palestínumanna, og þjóðarleiðtogar hafa sent samúðarkveðjur. Ennþá hafa engar upplýsingar fengist um banamein Arafats, en talsmenn franska hersjúkrahússins, þar sem hann lést, eru þöglir sem gröfin og segja ættingja verða að heimila upplýsingagjöf. Einkalæknir Arafats vill að hann verði krufinn, svo að Palestínumenn geti fengið vissu um orsakirnar. Vitað er að lítið blóðflögumagn mældist í blóði Arafats og það er talið hafa leitt til heilablæðingar. Orsakir þess, að blóðflögumagnið var lágt, eru þó eftir sem áður óljósar, en þetta gæti bent til margskonar sjúkdóma: lifrarsjúkdóma, lokastiga krabbameins og jafnvel alnæmis. Talið er að ástæður þess, að ekki er gefið uppi hvað hrjáði Arafat séu annað hvort sú, að sjúkdómurinn sé talinn vandræðalegur, eða að læknar á Vesturbakkanum hafi greint Arafat rangt og hann hafi því ekki hlotið rétta meðferð fyrr en of seint. Suha Arafat, ekkja Arafats sem meinaði samstarfsmönnum hans að hitta hann á sjúkrabeðinu í París, hefur nú látið af andstöðu sinni. Hún gekk á eftir kistu Arafats í Kæró, en síðustu æviár Arafats bjó hún í París. Samkvæmt frétt ítalska dagblaðsins Corriere della Sera er Suha nú sátt við palestínsku heimastjórnina, hugsanlega í ljósi þess að hún samþykkti að greiða henni tuttugu og tvær milljónir dollara í lífeyri á ári, eða sem nemur einum og hálfum milljarði króna. Þótti yfirvöldum vænlegra að sættast við Súhu en þrætta um fjármál Arafats. Meginþorri greiðslnanna til Súhu er sagður koma úr leynisjóðum sem Arafat og félagar höfðu komið fyrir á erlendum bankareikningum, en alls er talið að um fjórir milljarðar dollara séu faldir á slíkum reikningum. Engin vissa hefur enn fengist um framtíðarskipan forystusveitar Palestínumanna. Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, sem hrökklaðist úr embætti vegna deilna við Arafat, var í morgun settur í embætti formanns frelsishers Palestínu, PLO. Forseti palestínska þingsins hefur einnig verið settur í embætti forseta tímabundið. Erlent Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Útför Jassirs Arafats fór fram í Egyptalandi í morgun í skugga óvissu um banamein hans, sögusagna um himinháar lífeyrisgreiðslur til ekkju hans og ringulreiðar um eftirmenn. Leiðtogar frá yfir fimmtíu ríkjum voru viðstaddir útförina í Kairó í morgun, en almenningur fékk ekki að taka þátt í athöfninni. Nú er kista Arafats á leið til Vesturbakkans, þar sem hann jarðsettur í steinsteypukistu í Ramallah, að sögn til bráðabirgða, uns unnt verður að flytja leyfar hans til hinstu hvílu í Jerúsalem. Þúsundir Palestínumanna syrgja Arafat og minnast á götum bæja og borga á svæðum Palestínumanna, og þjóðarleiðtogar hafa sent samúðarkveðjur. Ennþá hafa engar upplýsingar fengist um banamein Arafats, en talsmenn franska hersjúkrahússins, þar sem hann lést, eru þöglir sem gröfin og segja ættingja verða að heimila upplýsingagjöf. Einkalæknir Arafats vill að hann verði krufinn, svo að Palestínumenn geti fengið vissu um orsakirnar. Vitað er að lítið blóðflögumagn mældist í blóði Arafats og það er talið hafa leitt til heilablæðingar. Orsakir þess, að blóðflögumagnið var lágt, eru þó eftir sem áður óljósar, en þetta gæti bent til margskonar sjúkdóma: lifrarsjúkdóma, lokastiga krabbameins og jafnvel alnæmis. Talið er að ástæður þess, að ekki er gefið uppi hvað hrjáði Arafat séu annað hvort sú, að sjúkdómurinn sé talinn vandræðalegur, eða að læknar á Vesturbakkanum hafi greint Arafat rangt og hann hafi því ekki hlotið rétta meðferð fyrr en of seint. Suha Arafat, ekkja Arafats sem meinaði samstarfsmönnum hans að hitta hann á sjúkrabeðinu í París, hefur nú látið af andstöðu sinni. Hún gekk á eftir kistu Arafats í Kæró, en síðustu æviár Arafats bjó hún í París. Samkvæmt frétt ítalska dagblaðsins Corriere della Sera er Suha nú sátt við palestínsku heimastjórnina, hugsanlega í ljósi þess að hún samþykkti að greiða henni tuttugu og tvær milljónir dollara í lífeyri á ári, eða sem nemur einum og hálfum milljarði króna. Þótti yfirvöldum vænlegra að sættast við Súhu en þrætta um fjármál Arafats. Meginþorri greiðslnanna til Súhu er sagður koma úr leynisjóðum sem Arafat og félagar höfðu komið fyrir á erlendum bankareikningum, en alls er talið að um fjórir milljarðar dollara séu faldir á slíkum reikningum. Engin vissa hefur enn fengist um framtíðarskipan forystusveitar Palestínumanna. Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, sem hrökklaðist úr embætti vegna deilna við Arafat, var í morgun settur í embætti formanns frelsishers Palestínu, PLO. Forseti palestínska þingsins hefur einnig verið settur í embætti forseta tímabundið.
Erlent Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira