Sport

40 stig Bryant dugðu Lakers ekki

13 leikir voru í NBA körfuboltanum í nótt.  Meistararnir í Detroit mörðu sigur á Miami Heat í leik sem sýndur var beint á Sýn.  Richard Hamilton skoraði sigurkörfu Pistons þegar rúm sekúnda var til leiksloka, úrslitin 78-77. Hamilton skoraði 24 stig eins og Shaquille O´Neal hjá Miami en hann tók auk þess 17 fráköst. Philadelphia sigraði Washington í framlengdum leik, 116:114.  Dallas vann Portland, 92:83, Orlando burstaði Atlanta, 99:117, Cleveland vann Boston með tveimur stigum, 96:98, Minnesota rúllaði yfir Memphis, 115:90, Indiana hafði betur gegn Charlotte, 82:77, San Antonio Spurs sigraði Denver, 75:89, Utah vann Houston, 90:80, Phoenix sigraði New Orleans, 95:86, Seattle átti ekki í vandræðum með New Jersey, 92:79 og La Clippers lumbraði á Golden State 87:98. Sacramento vann LA Lakers, 109 - 106.  Kobe Bryant var stigahæsti leikmaðurinn í leikjunum 13 í gærkvöldi, skoraði 40 stig en framlag hans dugði skammt í leik þar sem Peja Stojakovic skoraði 26 stig fyrir Sacramento og Chris Webber 22 auk þess sem hann tók 16 fráköst. Indiana er með besta árangurinn í austurdeildinni, hefur unnið 9 leiki en tapað 3.  Seattle stendur best vestanmegin með 11 sigra og 2 ósigra en Phoenix, sem hefur unnið 6 leiki í röð er aðeins einum sigri á eftir Seattle.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×