Sport

Ísland að sökkva Ungverjum

Íslenska landsliðið í handbolta er vel yfir í leikhléi 18-12 gegn Ungverjum á World Cup mótinu sem fram fer í Svíþjóð. Liðið náði mest fimm marka mun um miðjan fyrri hálfleik en Ungverjar minnkuðu muninn þegar líða fór að hálfleik. Íslenska liðið er að spila mun betur en í fyrri tveimur leikjum liðsins í keppninni og vonandi að þeir haldi dampi út allan leikinn. Markvörður Íslands, Hreiðar Guðmundsson, stóð sig afar vel og varði níu skot í fyrri hálfleik. Róbert Gunnarsson átti einnig góðan leik sem og flestir íslensku leikmannanna. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×