Erlent

Stálu 80 milljörðum

Markaðssvik bandaríska stórfyrirtækisins Enron á raforkumarkaði kostuðu viðskiptavini félagsins andvirði um 80 milljarða króna samkvæmt úttekt Snohomishsýslu. Snohomishsýsla var eitt margra sveitarfélaga sem keyptu raforku af Enron. Að sögn starfsmanna sýna gögn fyrirtækisins, sem þeir hafa farið yfir, hvernig fyrirtækið flutti raforku frá Kaliforníu til annarra fylkja og þaðan aftur til Kaliforníu á mun hærra verði. Þetta gerðist veturinn 2000 til 2001 þegar mikill orkuskortur var í Kaliforníu. Enron fór á hausinn og hafa stjórnendur þess sætt rannsókn fyrir glæpsamlegt athæfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×